Árið 2012: Ár viðspyrnu, titrings og óvissu Magnús Halldórsson skrifar 1. janúar 2012 00:01 Steingrímur J. Sigfússon verður áfram í aðalhlutverki innan ríkisstjórnarinnar þegar kemur að endurreisn efnahagslífsins. Sem atvinnumálaráðherra verða mörg verkefni á hans könnu á árinu 2012, sem skipta munu sköpum yfir íslenskan efnahag. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, hélt því fram í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis, að það væri ekki hægt að „afneita" efnahagsbatanum sem þegar væri orðinn. Hann væri einfaldlega staðreynd. En betur má ef duga skal. Samkvæmt flestum hagspám, m.a. bæði ASÍ og Seðlabanka Íslands, verður árið 2012 að vissu leyti ár viðspyrnu þegar kemur að fjárfestingu. Hún hefur verið í sögulegu lágmarki allt frá hruni, eða í kringum 10 til 12 prósent af landsframleiðslu. Hún þyrfti helst að aukast skarplega, um tugi prósenta, svo hún geti talist ásættanleg. Hagspár gera ráð fyrir að atvinnuleysi, sem mældist í desember rúmlega 7% (sjá má ítarlegar upplýsingar um hagtölur síðasta árs inn á sérstökum hagtöluvef Vísis og Datamarket), muni halda áfram að minnka og hagvöxtur verður á bilinu 2 til 4 prósent, ef allt gengur eftir sem vonast er til. Óvissa er þó um ýmsar forsendur fyrir hagvextinum, m.a. er snýr að því hversu hratt uppbygging verkefna í orkufrekum iðnaði mun vinnast og hvort tekst að koma fjárfestingu í sjávarútvegi af stað með því að eyða óvissu um hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið á að vera. Þessi verkefni hvíla ekki síst nýjum atvinnumálaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri grænna. Helst í hendur Endurreisn hlutabréfamarkaðarins mun skipta sköpum þegar kemur að aukinni fjárfestingu. Eftir vel heppnaða skráningu á smásölurisanum Högum, sem Arion banki leiddi, eru mörg fyrirtæki tilbúin til skráningar á þessu ári. Þar á meðal eru Tryggingamiðstöðin, Horn dótturfélag Landsbankans og Eimskip. Því fleiri fyrirtæki sem verða skráð, því meira mun hlutabréfamarkaðurinn styðja við fjárfestingu í hagkerfinu. Alveg eins og hrun hlutabréfamarkaðarins íslenska var einstakt, bendir margt til þess að endurreisn hans verði það líka. Mikil fjárfestingaþörf hefur byggst upp hjá fagfjárfestum, lífeyrissjóðum þar á meðal, ekki síst vegna gjaldeyrishafta sem hindra útgöngu fjármagns úr hagkerfinu. Til einföldunar má segja að fjármagnið hafi safnast upp í þrjú ár, og verði nú að komast í „vinnu" eins og það er orðað. Fjárfesting í hlutabréfum í því árferði er kærkomin. Á árinu 2012 gæti einnig dregið til tíðinda þegar kemur fjárfestingu í atvinnulífinu frá aflandskrónueigendum, sem eiga hátt í fimm hundruð milljarða króna eignir, og kröfuhöfum gömlu bankanna. Ekki er ólíklegt að fjármunir þeirra muni með einhverjum hætti leita inn í íslenskt atvinnulíf, eins og vilji er fyrir líkt fram hefur komið í fréttum. Pólitískur titringur Eftir enn eina rússíbanareið ríkisstjórnarinnar, sem lauk formlega að loknum ríkisráðsfundi í gær, virðist fátt benda til annars en að áfram verði pólitískur titringur á flestum vígstöðum stjórnmálanna. Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu virðist vera uppspretta ágreinings innan ríkisstjórnar ásamt raunar ýmsu öðru. Ólíklegt verður þó að teljast að hún liðist endanlega í sundur úr þessu, í ljósi þess að innan við 18 mánuðir eru í næstu þingkosningar. Þrátt fyrir það má búast við því að stjórnmálaumræðan muni einkennast af mikilli hörku, ekki síst í kringum ákæru Alþingis gagnvart Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta á raunar einnig við um aðkomu stjórnvalda að einstaka verkefnum í atvinnulífinu en það er óhætt að segja að andað hafi köldu á milli forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda undanfarin misseri. Síðan eru forsetakosningar á árinu. Í ljósi þess hvernig Ólafur Ragnar Grímsson hefur í reynd breytt forsetaembættinu með framgöngu sinni í Icesave-málinu er ekki hægt að útiloka að pólitísk áhrif kosninganna, sem fara fram 30. júní, verði þó nokkur. Skýrari mynd Einn áhrifamesti liðurinn í því að efnahagur Íslands rétti úr kútnum á árinu 2012 er líklega sá að óvissa um efnahag og rekstrarhæfi fyrirtækja mun minnka enn frekar. Það er að endurskipulagning á fjárhag fyrirtækja, sem bankarnir hafa unnið að, lýkur líklega á árinu. Það þýðir að stjórnendur fyrirtækja fá loks lokasvar um hvaða svigrúm þeir hafa til vaxtar, fjárfestingar og tækifæra. Annar óvissuþáttur þegar kemur að framgangi efnhagsmála hér innlands eru áhrifin af stöðu mála á erlendum mörkuðum. Ef marka má umfjöllun helstu fjölmiðla eru ekki öll kurl komin til grafar enn þegar kemur að vandamálum þjóðríkja og fjármálastofnanna. Brugðið getur til beggja vona, og óhjákvæmilegt er að íslensk útflutningsfyrirtæki finni fyrir niðursveiflu ef allt fer á versta veg. En það er eins með þennan óvissuþátt eins og aðra; það er best að undirbúa sig undir hið versta en vonast eftir því besta. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, hélt því fram í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis, að það væri ekki hægt að „afneita" efnahagsbatanum sem þegar væri orðinn. Hann væri einfaldlega staðreynd. En betur má ef duga skal. Samkvæmt flestum hagspám, m.a. bæði ASÍ og Seðlabanka Íslands, verður árið 2012 að vissu leyti ár viðspyrnu þegar kemur að fjárfestingu. Hún hefur verið í sögulegu lágmarki allt frá hruni, eða í kringum 10 til 12 prósent af landsframleiðslu. Hún þyrfti helst að aukast skarplega, um tugi prósenta, svo hún geti talist ásættanleg. Hagspár gera ráð fyrir að atvinnuleysi, sem mældist í desember rúmlega 7% (sjá má ítarlegar upplýsingar um hagtölur síðasta árs inn á sérstökum hagtöluvef Vísis og Datamarket), muni halda áfram að minnka og hagvöxtur verður á bilinu 2 til 4 prósent, ef allt gengur eftir sem vonast er til. Óvissa er þó um ýmsar forsendur fyrir hagvextinum, m.a. er snýr að því hversu hratt uppbygging verkefna í orkufrekum iðnaði mun vinnast og hvort tekst að koma fjárfestingu í sjávarútvegi af stað með því að eyða óvissu um hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið á að vera. Þessi verkefni hvíla ekki síst nýjum atvinnumálaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri grænna. Helst í hendur Endurreisn hlutabréfamarkaðarins mun skipta sköpum þegar kemur að aukinni fjárfestingu. Eftir vel heppnaða skráningu á smásölurisanum Högum, sem Arion banki leiddi, eru mörg fyrirtæki tilbúin til skráningar á þessu ári. Þar á meðal eru Tryggingamiðstöðin, Horn dótturfélag Landsbankans og Eimskip. Því fleiri fyrirtæki sem verða skráð, því meira mun hlutabréfamarkaðurinn styðja við fjárfestingu í hagkerfinu. Alveg eins og hrun hlutabréfamarkaðarins íslenska var einstakt, bendir margt til þess að endurreisn hans verði það líka. Mikil fjárfestingaþörf hefur byggst upp hjá fagfjárfestum, lífeyrissjóðum þar á meðal, ekki síst vegna gjaldeyrishafta sem hindra útgöngu fjármagns úr hagkerfinu. Til einföldunar má segja að fjármagnið hafi safnast upp í þrjú ár, og verði nú að komast í „vinnu" eins og það er orðað. Fjárfesting í hlutabréfum í því árferði er kærkomin. Á árinu 2012 gæti einnig dregið til tíðinda þegar kemur fjárfestingu í atvinnulífinu frá aflandskrónueigendum, sem eiga hátt í fimm hundruð milljarða króna eignir, og kröfuhöfum gömlu bankanna. Ekki er ólíklegt að fjármunir þeirra muni með einhverjum hætti leita inn í íslenskt atvinnulíf, eins og vilji er fyrir líkt fram hefur komið í fréttum. Pólitískur titringur Eftir enn eina rússíbanareið ríkisstjórnarinnar, sem lauk formlega að loknum ríkisráðsfundi í gær, virðist fátt benda til annars en að áfram verði pólitískur titringur á flestum vígstöðum stjórnmálanna. Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu virðist vera uppspretta ágreinings innan ríkisstjórnar ásamt raunar ýmsu öðru. Ólíklegt verður þó að teljast að hún liðist endanlega í sundur úr þessu, í ljósi þess að innan við 18 mánuðir eru í næstu þingkosningar. Þrátt fyrir það má búast við því að stjórnmálaumræðan muni einkennast af mikilli hörku, ekki síst í kringum ákæru Alþingis gagnvart Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta á raunar einnig við um aðkomu stjórnvalda að einstaka verkefnum í atvinnulífinu en það er óhætt að segja að andað hafi köldu á milli forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda undanfarin misseri. Síðan eru forsetakosningar á árinu. Í ljósi þess hvernig Ólafur Ragnar Grímsson hefur í reynd breytt forsetaembættinu með framgöngu sinni í Icesave-málinu er ekki hægt að útiloka að pólitísk áhrif kosninganna, sem fara fram 30. júní, verði þó nokkur. Skýrari mynd Einn áhrifamesti liðurinn í því að efnahagur Íslands rétti úr kútnum á árinu 2012 er líklega sá að óvissa um efnahag og rekstrarhæfi fyrirtækja mun minnka enn frekar. Það er að endurskipulagning á fjárhag fyrirtækja, sem bankarnir hafa unnið að, lýkur líklega á árinu. Það þýðir að stjórnendur fyrirtækja fá loks lokasvar um hvaða svigrúm þeir hafa til vaxtar, fjárfestingar og tækifæra. Annar óvissuþáttur þegar kemur að framgangi efnhagsmála hér innlands eru áhrifin af stöðu mála á erlendum mörkuðum. Ef marka má umfjöllun helstu fjölmiðla eru ekki öll kurl komin til grafar enn þegar kemur að vandamálum þjóðríkja og fjármálastofnanna. Brugðið getur til beggja vona, og óhjákvæmilegt er að íslensk útflutningsfyrirtæki finni fyrir niðursveiflu ef allt fer á versta veg. En það er eins með þennan óvissuþátt eins og aðra; það er best að undirbúa sig undir hið versta en vonast eftir því besta.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira