Sport

Eygló Ósk og Anton Sveinn sundfólk ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Mynd/Anton
Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee, bæði úr Ægi, voru í kvöld útnefnd sundkona og -maður ársins af Sundsambandi Íslands.

Íslandsmeistaramótið í 25 m laug fór fram í Ásvallalaug um helgina en í gærkvöld var sundárið 2011-2012 gert upp og helstu afrek ársins heiðruð á lokahófi SSÍ.

Anton Sveinn og Eygló Ósk hlutu bæði viðurkenningu fyrir besta afrekið á mótinu um helgina. Anton Sveinn fyrir 1500 m sund og Eylgó Ósk fyrir 200 m baksund en bæði voru stigahæstu sundin á mótinu.

Bæði fengu silfurmerki SSÍ sem og allir þeir sem kepptu á Ólympíuleikunum í London í sumar.

Þá var Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari og yfirþjálfari hjá Ægi, útnefndur afreksþjálfari ársins og Anthony Kattan, ÍRB, unglingaþjálfari ársins.

Sundfélag Hafnarfjarðar fékk hvatningarbikarinn þetta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×