Árið 2011 var mitt besta á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2012 09:30 Arnar Þór Viðarsson er hér til vinstri í búningi Cercle Brugge í leik gegn erkifjendunum og grönnunum í Club Brugge. Leikurinn fór fram í nóvember og hafði Club Brugge betur, 1-0. Mynd/Nordic Photos/Getty Undanfarin misseri hefur lítið borið á Hafnfirðingnum Arnari Þór Viðarssyni í íslenskum fjölmiðlum þrátt fyrir að hann sé enn að spila af fullum krafti í sterkri atvinnumannadeild í Evrópu. Fimmtánda ár hans í atvinnumennskunni er nýhafið en hann segir við Fréttablaðið að árið 2011 hafi verið hans besta á ferlinum. Arnar lék síðast með íslenska landsliðinu árið 2007. Arnar samdi fyrst við belgíska liðið Lokeren árið 1997, en hann hefur lengst af haldið sig þar í landi og er nú á sínu fjórða tímabili hjá Cercle Brugge. Hann er uppalinn FH-ingur enda af mikilli FH-ætt. Faðir Arnars, Viðar Halldórsson, er formaður félagsins og föðurbróðirinn Jón Rúnar formaður knattspyrnudeildar. Bræður hans, Davíð Þór og Bjarni Þór, eru báðir atvinnumenn í knattspyrnu. Sáttir við stöðuna í deildinniÓhætt er að fullyrða að Arnar Þór sé í hópi leikreyndustu knattspyrnumanna Íslands í dag, en hann hefur síðustu ár verið lykilmaður í uppgangi Cercle Brugge. „Við erum nú í sjöunda sæti deildarinnar eftir nítján leiki og erum bara mjög sáttir við það," segir Arnar. „Við erum enn í baráttunni um að komast í umspil efstu sex liðanna um meistaratitilinn í vor. Þangað stefnum við." Arnar var alls hjá Lokeren í sjö ár eftir að hann fékk langtímasamning hjá liðinu árið 1998. Hann stoppaði svo í Hollandi í þrjú ár áður en hann samdi við Cercle Brugge. Spilar hverja einustu mínútu„Það gekk á ýmsu fyrsta tímabilið hjá Cercle og ég náði ekki að mynda nógu gott samband við þjálfarann. Svo kom nýr þjálfari og síðan þá hef ég verið fastamaður í liðinu." Til marks um það má nefna að Arnar hefur spilað í 90 mínútur í öllum nítján deildarleikjum liðsins til þessa á tímabilinu. „Árið 2011 var það besta á ferli mínum hingað til," segir hann. „Reynslan kemur með aldrinum og þá verður auðveldara að takast á við þær aðstæður sem geta komið upp í leikjum. Maður þekkir þetta orðið allt. Líkaminn er líka góður og mér líður vel. Með aldrinum áttar maður sig á því að ferlinum gæti lokið hvenær sem er – þá er um að gera að njóta þess að spila á meðan maður getur." Útskrifast sem þjálfari í vorArnar skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í vor en ef líkaminn verður enn í fínu standi að þeim tíma loknum mun hann spila áfram. Ef ekki mun hann líklega hefja störf sem þjálfari hjá liðinu. „Ég hef verið að sækja þjálfaranám hér í Belgíu og mun útskrifast með UEFA-A þjálfaragráðu í vor," segir hann, en það er næsthæsta stig þjálfaramenntunar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Þrátt fyrir það var hann ekki harðákveðinn í að fara út í þjálfun. „Ég ætlaði bara að fara í námið og sjá svo til. Staðan er þannig núna að mér líður mjög vel hjá Cercle og það er einnig ánægja með störf mín hjá félaginu. Það er litið á mig sem framtíðarmann í þjálfarateymi félagsins, fyrst um sinn sem aðstoðarmaður." Ekkert ritað í steinHann tekur þó öllu með hæfilegum fyrirvara. „Maður veit aldrei. Kannski gerir maður eitthvað af sér í næstu viku og verður umsvifalaust sparkað út," sagði hann í léttum dúr. „Það er ekkert ritað í stein." Arnar er fjölskyldumaður. Hann á eiginkonu og tvö börn, sjö ára stelpu og fjögurra ára strák, og líður mjög vel í Belgíu. „Ég er hamingjusamur ungur maður og okkur líður mjög vel. Við erum ekki á heimleið í bráð, sérstaklega ef maður fengi tækifæri í þjálfuninni hér úti. Það eru örugglega margir sem myndu borga góðan pening fyrir slíkt tækifæri." Fótbolti Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira
Undanfarin misseri hefur lítið borið á Hafnfirðingnum Arnari Þór Viðarssyni í íslenskum fjölmiðlum þrátt fyrir að hann sé enn að spila af fullum krafti í sterkri atvinnumannadeild í Evrópu. Fimmtánda ár hans í atvinnumennskunni er nýhafið en hann segir við Fréttablaðið að árið 2011 hafi verið hans besta á ferlinum. Arnar lék síðast með íslenska landsliðinu árið 2007. Arnar samdi fyrst við belgíska liðið Lokeren árið 1997, en hann hefur lengst af haldið sig þar í landi og er nú á sínu fjórða tímabili hjá Cercle Brugge. Hann er uppalinn FH-ingur enda af mikilli FH-ætt. Faðir Arnars, Viðar Halldórsson, er formaður félagsins og föðurbróðirinn Jón Rúnar formaður knattspyrnudeildar. Bræður hans, Davíð Þór og Bjarni Þór, eru báðir atvinnumenn í knattspyrnu. Sáttir við stöðuna í deildinniÓhætt er að fullyrða að Arnar Þór sé í hópi leikreyndustu knattspyrnumanna Íslands í dag, en hann hefur síðustu ár verið lykilmaður í uppgangi Cercle Brugge. „Við erum nú í sjöunda sæti deildarinnar eftir nítján leiki og erum bara mjög sáttir við það," segir Arnar. „Við erum enn í baráttunni um að komast í umspil efstu sex liðanna um meistaratitilinn í vor. Þangað stefnum við." Arnar var alls hjá Lokeren í sjö ár eftir að hann fékk langtímasamning hjá liðinu árið 1998. Hann stoppaði svo í Hollandi í þrjú ár áður en hann samdi við Cercle Brugge. Spilar hverja einustu mínútu„Það gekk á ýmsu fyrsta tímabilið hjá Cercle og ég náði ekki að mynda nógu gott samband við þjálfarann. Svo kom nýr þjálfari og síðan þá hef ég verið fastamaður í liðinu." Til marks um það má nefna að Arnar hefur spilað í 90 mínútur í öllum nítján deildarleikjum liðsins til þessa á tímabilinu. „Árið 2011 var það besta á ferli mínum hingað til," segir hann. „Reynslan kemur með aldrinum og þá verður auðveldara að takast á við þær aðstæður sem geta komið upp í leikjum. Maður þekkir þetta orðið allt. Líkaminn er líka góður og mér líður vel. Með aldrinum áttar maður sig á því að ferlinum gæti lokið hvenær sem er – þá er um að gera að njóta þess að spila á meðan maður getur." Útskrifast sem þjálfari í vorArnar skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í vor en ef líkaminn verður enn í fínu standi að þeim tíma loknum mun hann spila áfram. Ef ekki mun hann líklega hefja störf sem þjálfari hjá liðinu. „Ég hef verið að sækja þjálfaranám hér í Belgíu og mun útskrifast með UEFA-A þjálfaragráðu í vor," segir hann, en það er næsthæsta stig þjálfaramenntunar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Þrátt fyrir það var hann ekki harðákveðinn í að fara út í þjálfun. „Ég ætlaði bara að fara í námið og sjá svo til. Staðan er þannig núna að mér líður mjög vel hjá Cercle og það er einnig ánægja með störf mín hjá félaginu. Það er litið á mig sem framtíðarmann í þjálfarateymi félagsins, fyrst um sinn sem aðstoðarmaður." Ekkert ritað í steinHann tekur þó öllu með hæfilegum fyrirvara. „Maður veit aldrei. Kannski gerir maður eitthvað af sér í næstu viku og verður umsvifalaust sparkað út," sagði hann í léttum dúr. „Það er ekkert ritað í stein." Arnar er fjölskyldumaður. Hann á eiginkonu og tvö börn, sjö ára stelpu og fjögurra ára strák, og líður mjög vel í Belgíu. „Ég er hamingjusamur ungur maður og okkur líður mjög vel. Við erum ekki á heimleið í bráð, sérstaklega ef maður fengi tækifæri í þjálfuninni hér úti. Það eru örugglega margir sem myndu borga góðan pening fyrir slíkt tækifæri."
Fótbolti Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira