Svo gæti farið að sérstakt eins manns geðsjúkrahús verði byggt innan múra Ila-fangelsisins í Bærum til að hýsa fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik, verði hann úrskurðaður ósakhæfur.
Þetta hefur Verdens Gang eftir Robin Kåss, aðstoðarheilbrigðisráðherra Noregs.
Breivik hefur verið í strangri öryggisgæslu í Ila frá því að hann var handtekinn á Útey, en verði hann fundinn veikur á geði er ekkert geðsjúkrahús í Noregi sem fullnægir öryggiskröfum, bæði varðandi hans eigin öryggi og annarra.- þj
