Mannréttindabrot að geta ekki keypt rauðvínið sitt 11. febrúar 2012 09:00 Motorhead „Það er mannréttindabrot að geta ekki keypt sitt rauðvín," segir Aðalbjörn Tryggvason, söngvari rokksveitarinnar Sólstafa. Ekki eru allir á eitt sáttir við ákvörðun ÁTVR og stjórnvalda um að banna sölu á rauðvíni ensku rokksveitarinnar Motörhead hér á landi. Ástæðan sem gefin var upp var sú að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. „Tónlist er list og það er verið að kenna rauðvín við listform. Hvernig geturðu sagt að listform stuðli að eiturlyfjaneyslu, stríði og óábyrgu kynlífi. Þetta er út í hött," segir Motörhead-aðdáandinn Aðalbjörn, sem er ósáttur við gang mála. „Þetta er bara plebbismi. Á hvaða öld lifum við eiginlega? Þú tekur ekki LSD þótt þú hlustir á Let it Be. Börn eru í tölvuleikjum og þau fara ekki að drepa fólk. Þetta er forræðishyggja af verstu stort," segir hann og bætir við: „Þegar ég sá þetta á netinu hugsaði ég: „Af hverju er ég ekki ofbeldishneigður? Þá myndi ég bara skalla einhvern. Ég á ekki til orð." Bergur Geirsson úr poppsveitinni Buff, sem er einnig mikill Motörhead-maður, er á sama máli og Aðalbjörn. „Þetta er þessi hræsni sem er í stjórnsýslunni og víðar. ÁTVR myndi leyfa Winston Churchill-koníak þó að hann hafi verið spíttfíkill og drykkjumaður. Ef það kæmi Bítlabjór í ríkið yrði hann örugglega leyfður." Annar grjótharður Motörhead-aðdáandi er Vésteinn Valgarðsson. „Mér þykir miður að geta ekki keypt mér Motörhead-vín. Mér finnst ástæðurnar sem eru gefnir upp fyrir því hljóma hjákátlega. Þær hljóma eins og geðþóttaákvörðun. Ef við myndum nota sama mælikvarða á allt þá myndu þeir örugglega banna ýmislegt sem þeir leyfa núna. Ég skil ekki af hverju ég ætti ekki að geta keypt mér þetta rauðvín," segir Vésteinn svekktur. Blaðamaður reyndi einnig að ná tali af Jóa Motörhead, fyrrum trommuleikara Egó, við vinnslu fréttarinnar en ekki náðist í hann. freyr@frettabladid.isnordicphotos/afp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Sjá meira
„Það er mannréttindabrot að geta ekki keypt sitt rauðvín," segir Aðalbjörn Tryggvason, söngvari rokksveitarinnar Sólstafa. Ekki eru allir á eitt sáttir við ákvörðun ÁTVR og stjórnvalda um að banna sölu á rauðvíni ensku rokksveitarinnar Motörhead hér á landi. Ástæðan sem gefin var upp var sú að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. „Tónlist er list og það er verið að kenna rauðvín við listform. Hvernig geturðu sagt að listform stuðli að eiturlyfjaneyslu, stríði og óábyrgu kynlífi. Þetta er út í hött," segir Motörhead-aðdáandinn Aðalbjörn, sem er ósáttur við gang mála. „Þetta er bara plebbismi. Á hvaða öld lifum við eiginlega? Þú tekur ekki LSD þótt þú hlustir á Let it Be. Börn eru í tölvuleikjum og þau fara ekki að drepa fólk. Þetta er forræðishyggja af verstu stort," segir hann og bætir við: „Þegar ég sá þetta á netinu hugsaði ég: „Af hverju er ég ekki ofbeldishneigður? Þá myndi ég bara skalla einhvern. Ég á ekki til orð." Bergur Geirsson úr poppsveitinni Buff, sem er einnig mikill Motörhead-maður, er á sama máli og Aðalbjörn. „Þetta er þessi hræsni sem er í stjórnsýslunni og víðar. ÁTVR myndi leyfa Winston Churchill-koníak þó að hann hafi verið spíttfíkill og drykkjumaður. Ef það kæmi Bítlabjór í ríkið yrði hann örugglega leyfður." Annar grjótharður Motörhead-aðdáandi er Vésteinn Valgarðsson. „Mér þykir miður að geta ekki keypt mér Motörhead-vín. Mér finnst ástæðurnar sem eru gefnir upp fyrir því hljóma hjákátlega. Þær hljóma eins og geðþóttaákvörðun. Ef við myndum nota sama mælikvarða á allt þá myndu þeir örugglega banna ýmislegt sem þeir leyfa núna. Ég skil ekki af hverju ég ætti ekki að geta keypt mér þetta rauðvín," segir Vésteinn svekktur. Blaðamaður reyndi einnig að ná tali af Jóa Motörhead, fyrrum trommuleikara Egó, við vinnslu fréttarinnar en ekki náðist í hann. freyr@frettabladid.isnordicphotos/afp
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Sjá meira