Bístró-veitingastaðir njóta vaxandi vinsælda 1. mars 2012 20:00 Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumeistari, segir enga tilviljun ráða því að bístró veitingastaðir njóta vinsælda um þessar mundir. fréttablaðið/gva Bístró veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda í stórborgum eins og London, New York og París og hafa vinsældirnar nú náð hingað til lands. Veitingastaðurinn Snaps var opnaður fyrir stuttu og innan skamms bætist Silfurtunglið í stækkandi hóp bístró veitingastaða. „Þetta er engin tilviljun heldur bundið tíðarandanum. Svokallaðir „fine dining" staðir eru á undanhaldi og landinn sækist nú frekar eftir ódýrari stöðum sem bjóða upp á létta rétti og meiri stemningu. Samfélagið stýrir þessu," útskýrir Steinn Óskar Sigurðsson, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri Silfurtunglsins, þegar hann er spurður út í þessa þróun. Fréttablaðið greindi nýverið frá opnun veitingastaðarins Snaps á Óðinstorgi þar sem áður var Brauðbær. Þar verður meðal annars boðið upp á snafsa, smurbrauð og klassískan bistrómat. Áður mátti finna bístró veitingastaðina Geysi og Nauthól og því augljóst að bístrómatur falli Íslendingum í skap. Veitinga- og skemmtistaðurinn Silfurtunglið var starfrækur frá 1955 til 1975 á efri hæð leikhússins Austurbæjar og hyggst Steinn Óskar endurvekja staðinn en á sinn sérstaka hátt. „Matseðillinn verðu fjölbreyttur og við munum blanda saman mörgum ólíkum stílum. Ég ætla meðal annars bjóða upp á gamla klassíska rétti af gömlum matseðli Silfurtunglsins í bland við góða kjöt- og fiskrétti í nýnorrænum stíl og skyndibita sem ég mun framreiða á minn persónulega hátt." Steinn Óskar leggur mikið upp úr því að halda í þá stemningu er ríkti á gamla Silfurtunglinu. „Það er mikil sál í húsinu og við höfum lagt mikla vinnu í að hafa uppi á gömlum matseðlum, myndum og öðru efni sem tengist staðnum og ætlum meðal annars að bjóða upp á kokteila sem bornir voru fram á gamla Silfurtunglinu," segir Steinn Óskar sem kveðst sækja innblástur til bístró veitingastaða í London, New York og Kaupmannahöfn þar sem slíkir veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda. Silfurtunglið mun opna í Austurbæ í lok mars. sara@frettabladid.is Matur Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Fleiri fréttir Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Sjá meira
Bístró veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda í stórborgum eins og London, New York og París og hafa vinsældirnar nú náð hingað til lands. Veitingastaðurinn Snaps var opnaður fyrir stuttu og innan skamms bætist Silfurtunglið í stækkandi hóp bístró veitingastaða. „Þetta er engin tilviljun heldur bundið tíðarandanum. Svokallaðir „fine dining" staðir eru á undanhaldi og landinn sækist nú frekar eftir ódýrari stöðum sem bjóða upp á létta rétti og meiri stemningu. Samfélagið stýrir þessu," útskýrir Steinn Óskar Sigurðsson, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri Silfurtunglsins, þegar hann er spurður út í þessa þróun. Fréttablaðið greindi nýverið frá opnun veitingastaðarins Snaps á Óðinstorgi þar sem áður var Brauðbær. Þar verður meðal annars boðið upp á snafsa, smurbrauð og klassískan bistrómat. Áður mátti finna bístró veitingastaðina Geysi og Nauthól og því augljóst að bístrómatur falli Íslendingum í skap. Veitinga- og skemmtistaðurinn Silfurtunglið var starfrækur frá 1955 til 1975 á efri hæð leikhússins Austurbæjar og hyggst Steinn Óskar endurvekja staðinn en á sinn sérstaka hátt. „Matseðillinn verðu fjölbreyttur og við munum blanda saman mörgum ólíkum stílum. Ég ætla meðal annars bjóða upp á gamla klassíska rétti af gömlum matseðli Silfurtunglsins í bland við góða kjöt- og fiskrétti í nýnorrænum stíl og skyndibita sem ég mun framreiða á minn persónulega hátt." Steinn Óskar leggur mikið upp úr því að halda í þá stemningu er ríkti á gamla Silfurtunglinu. „Það er mikil sál í húsinu og við höfum lagt mikla vinnu í að hafa uppi á gömlum matseðlum, myndum og öðru efni sem tengist staðnum og ætlum meðal annars að bjóða upp á kokteila sem bornir voru fram á gamla Silfurtunglinu," segir Steinn Óskar sem kveðst sækja innblástur til bístró veitingastaða í London, New York og Kaupmannahöfn þar sem slíkir veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda. Silfurtunglið mun opna í Austurbæ í lok mars. sara@frettabladid.is
Matur Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Fleiri fréttir Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið