Barnaníðsmálum fjölgar hjá lögreglu 14. mars 2012 11:00 Kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgaði um 30 prósent milli áranna 2010 og 2011. Í fyrra voru kærurnar 58 talsins en 41 árið á undan. Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna barnaníðs fjölgaði að sama skapi á tímabilinu, úr 428 tilkynningum árið 2010 í 461 árið 2011. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgunina greinilega. „Það er mikil aukning í þessum málaflokki," segir hann. „Ef litið er til síðustu ára hefur verið jöfn fjölgun á milli ára, það er að segja að það er stöðugt kært meira heldur en árin á undan." Þorbjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í Barnahúsi, tekur undir orð Björgvins og segir málunum fjölga stöðugt milli ára. Ástæðan liggi bæði í því að fólk sé orðið óhræddara við að kæra, en hún telur að sama skapi að brotum geti hafa fjölgað á síðustu árum. „Það eru fleiri mál sem verið er að fara með í þennan rétta farveg og þau eru tekin fastari tökum," segir hún. „En eitthvað af þessu getur líka skrifast á fjölgun mála." Þorbjörg segir kynferðisbrotum gegn börnum greinilega hafa fjölgað í kjölfar hrunsins. Erfitt sé að fullyrða hvort þau verði alvarlegri milli ára, en á hverju ári komi upp mjög alvarleg tilvik. Hún bendir einnig á að allt sem tengist barnaníði á Netinu sé nýtilkomið. Málum vegna kynferðisbrota á Netinu fjölgi gríðarlega, þá sér í lagi þeim sem tengjast áreitni og vændi hjá börnum. Um 40 prósent mála sem koma til kasta Barnahúss enda í kæru hjá lögreglu. -sv Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgaði um 30 prósent milli áranna 2010 og 2011. Í fyrra voru kærurnar 58 talsins en 41 árið á undan. Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna barnaníðs fjölgaði að sama skapi á tímabilinu, úr 428 tilkynningum árið 2010 í 461 árið 2011. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgunina greinilega. „Það er mikil aukning í þessum málaflokki," segir hann. „Ef litið er til síðustu ára hefur verið jöfn fjölgun á milli ára, það er að segja að það er stöðugt kært meira heldur en árin á undan." Þorbjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í Barnahúsi, tekur undir orð Björgvins og segir málunum fjölga stöðugt milli ára. Ástæðan liggi bæði í því að fólk sé orðið óhræddara við að kæra, en hún telur að sama skapi að brotum geti hafa fjölgað á síðustu árum. „Það eru fleiri mál sem verið er að fara með í þennan rétta farveg og þau eru tekin fastari tökum," segir hún. „En eitthvað af þessu getur líka skrifast á fjölgun mála." Þorbjörg segir kynferðisbrotum gegn börnum greinilega hafa fjölgað í kjölfar hrunsins. Erfitt sé að fullyrða hvort þau verði alvarlegri milli ára, en á hverju ári komi upp mjög alvarleg tilvik. Hún bendir einnig á að allt sem tengist barnaníði á Netinu sé nýtilkomið. Málum vegna kynferðisbrota á Netinu fjölgi gríðarlega, þá sér í lagi þeim sem tengjast áreitni og vændi hjá börnum. Um 40 prósent mála sem koma til kasta Barnahúss enda í kæru hjá lögreglu. -sv
Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira