Stærri spítali er ekki pjatt heldur nauðsyn Hlíf Steingrímsdóttir og Kristjana G. Guðbergsdóttir skrifar 14. mars 2012 06:00 Fyrirhuguð stækkun Landspítala hefur nokkuð verið í umræðunni að undanförnu. Mikið púður hefur farið í staðsetninguna við Hringbraut sem ákveðin var fyrir rúmum áratug. Á meðan sjónir beinast aðallega að þessu atriði fer minna fyrir annarri en afar brýnni umræðu. Hún snertir málefni sjúklinga. Á blóðlækningadeild Landspítala við Hringbraut, sem er eina sérhæfða blóðlækningadeild landsins, dvelst fólk sem haldið er ýmsum illkynja blóðsjúkdómum á borð við hvítblæði og eitlakrabbamein. Sjúklingarnir eiga það flestir sameiginlegt að vera mjög ónæmisbældir og því gríðarlega viðkvæmir fyrir ýmiss konar sýkingum, oft í kjölfar þess að hafa gengist undir stífar lyfjameðferðir. Í hópi þeirra sem vísað er til blóðlækningadeildar er fólk sem hefur nýlega fengið erfiðar fréttir um að það sé haldið sjúkdómum á borð við bráðahvítblæði og þarf strax að hefja stranga lyfjameðferð. Aðrir sjúklingar eru verulega ónæmisbældir vegna síns sjúkdóms eða meðferðar og þurfa að dveljast í varnareinangrun til að verja þá gegn utanaðkomandi sýkingum. Þá kemur á deildina fólk með sýkingu sökum ónæmisbælingar sem oft kallar á sérstaka einangrun, svokallaða smitgát til að koma í veg fyrir að smit berist í aðra sjúklinga deildarinnar. Á deildinni eru jafnframt framkvæmdar háskammta krabbameinslyfjameðferðir með eigin stofnfrumuígræðslu sem hefur bætt verulega árangur meðferðar ýmissa illkynja blóðsjúkdóma og krefst varnareinangrunar í töluverðan tíma eftir meðferðina. Af ofan sögðu ætti öllum að vera ljóst að deild sem þessi ætti í nútímanum að búa við þær aðstæður að geta boðið öllum upp á einbýli með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Því miður búum við ekki við það í dag þótt starfsfólk geri sitt besta til að mæta kröfum um fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu við þennan viðkvæma sjúklingahóp. Á blóðlækningadeild eru fjórtán rúm. Þar af eru sex á einbýlum en á tveimur þeirra er engin sturtuaðstaða. Það þýðir að viðkomandi sjúklingar þurfa að fara fram á gang til að komast í sturtu, sem er ekki ákjósanlegt. Ekkert fordyri er inni á herbergjunum, sem æskilegt væri vegna sótthreinsunarmála. Þá deila tvö tvíbýli salerni, sem þýðir að allt að fjórir sjúklingar nota þá eitt salerni. Oft kemur sú staða upp að vegna sýkingarhættu mega sjúklingar ekki deila salerni sem skapar mjög erfiðar og óásættanlegar aðstæður á deildinni. Stefnan á blóðlækningadeild er að tryggja öllum einbýli sem á þurfa að halda. Í þeim hópi eru sannarlega einstaklingar sem nýlega hafa greinst með illvígan sjúkdóma og glíma við það áfall auk þess að standa frammi fyrir strangri meðferð. Þó eru dæmi um að nýgreindir einstaklingar þurfi að deila sjúkrastofu með mjög veiku fólki vegna þess að einbýlum er ekki til að dreifa. Aðrir sjúklingar, sem sumir hverjir eru mikið veikir, liggja langa legu á deildinni. Aðstæður fyrir þá og aðstandendur þeirra eru ekki eins og best verður á kosið. Sjúkraherbergin eru lítil og þrengsli og plássleysi eru hluti af daglegum veruleika sjúklinga og venslafólks þeirra sem gjarnan vill eiga þess kost að verja sem mestum tíma með hinum sjúku. Í umræðu um stækkun Landspítala er að okkar mati brýnast að gefa gaum að aðstæðum sjúklinga. Stærri Landspítali snýst alls ekki um neitt pjatt heldur fyrst og fremst um meðferð og öryggi sjúklinga. Brýnt er að stækkun spítalans verði að veruleika til þess að mæta þeim kröfum sem nútíminn gerir til þessara þátta. Hversu lengi geta sjúklingarnir okkar beðið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Fyrirhuguð stækkun Landspítala hefur nokkuð verið í umræðunni að undanförnu. Mikið púður hefur farið í staðsetninguna við Hringbraut sem ákveðin var fyrir rúmum áratug. Á meðan sjónir beinast aðallega að þessu atriði fer minna fyrir annarri en afar brýnni umræðu. Hún snertir málefni sjúklinga. Á blóðlækningadeild Landspítala við Hringbraut, sem er eina sérhæfða blóðlækningadeild landsins, dvelst fólk sem haldið er ýmsum illkynja blóðsjúkdómum á borð við hvítblæði og eitlakrabbamein. Sjúklingarnir eiga það flestir sameiginlegt að vera mjög ónæmisbældir og því gríðarlega viðkvæmir fyrir ýmiss konar sýkingum, oft í kjölfar þess að hafa gengist undir stífar lyfjameðferðir. Í hópi þeirra sem vísað er til blóðlækningadeildar er fólk sem hefur nýlega fengið erfiðar fréttir um að það sé haldið sjúkdómum á borð við bráðahvítblæði og þarf strax að hefja stranga lyfjameðferð. Aðrir sjúklingar eru verulega ónæmisbældir vegna síns sjúkdóms eða meðferðar og þurfa að dveljast í varnareinangrun til að verja þá gegn utanaðkomandi sýkingum. Þá kemur á deildina fólk með sýkingu sökum ónæmisbælingar sem oft kallar á sérstaka einangrun, svokallaða smitgát til að koma í veg fyrir að smit berist í aðra sjúklinga deildarinnar. Á deildinni eru jafnframt framkvæmdar háskammta krabbameinslyfjameðferðir með eigin stofnfrumuígræðslu sem hefur bætt verulega árangur meðferðar ýmissa illkynja blóðsjúkdóma og krefst varnareinangrunar í töluverðan tíma eftir meðferðina. Af ofan sögðu ætti öllum að vera ljóst að deild sem þessi ætti í nútímanum að búa við þær aðstæður að geta boðið öllum upp á einbýli með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Því miður búum við ekki við það í dag þótt starfsfólk geri sitt besta til að mæta kröfum um fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu við þennan viðkvæma sjúklingahóp. Á blóðlækningadeild eru fjórtán rúm. Þar af eru sex á einbýlum en á tveimur þeirra er engin sturtuaðstaða. Það þýðir að viðkomandi sjúklingar þurfa að fara fram á gang til að komast í sturtu, sem er ekki ákjósanlegt. Ekkert fordyri er inni á herbergjunum, sem æskilegt væri vegna sótthreinsunarmála. Þá deila tvö tvíbýli salerni, sem þýðir að allt að fjórir sjúklingar nota þá eitt salerni. Oft kemur sú staða upp að vegna sýkingarhættu mega sjúklingar ekki deila salerni sem skapar mjög erfiðar og óásættanlegar aðstæður á deildinni. Stefnan á blóðlækningadeild er að tryggja öllum einbýli sem á þurfa að halda. Í þeim hópi eru sannarlega einstaklingar sem nýlega hafa greinst með illvígan sjúkdóma og glíma við það áfall auk þess að standa frammi fyrir strangri meðferð. Þó eru dæmi um að nýgreindir einstaklingar þurfi að deila sjúkrastofu með mjög veiku fólki vegna þess að einbýlum er ekki til að dreifa. Aðrir sjúklingar, sem sumir hverjir eru mikið veikir, liggja langa legu á deildinni. Aðstæður fyrir þá og aðstandendur þeirra eru ekki eins og best verður á kosið. Sjúkraherbergin eru lítil og þrengsli og plássleysi eru hluti af daglegum veruleika sjúklinga og venslafólks þeirra sem gjarnan vill eiga þess kost að verja sem mestum tíma með hinum sjúku. Í umræðu um stækkun Landspítala er að okkar mati brýnast að gefa gaum að aðstæðum sjúklinga. Stærri Landspítali snýst alls ekki um neitt pjatt heldur fyrst og fremst um meðferð og öryggi sjúklinga. Brýnt er að stækkun spítalans verði að veruleika til þess að mæta þeim kröfum sem nútíminn gerir til þessara þátta. Hversu lengi geta sjúklingarnir okkar beðið?
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun