Stærir sig af fjöldamorðum 18. apríl 2012 13:00 Anders Behring Breivik gengur til vitnastúku og býr sig undir að lesa upp yfirlýsingu sína. nordicphotos/AFP Við upphaf fimm daga yfirheyrsla yfir Anders Behring Breivik fékk hann rúma klukkustund til að lesa upp yfirlýsingu þar sem hann reyndi að réttlæta voðaverk sín. Hann segist vera herskár þjóðernissinni og líkir sér við al Kaída. Aðstandendur fórnarlamba hans segja mikilvægt að réttarhöldin snúist um glæpina sem hann framdi en verði ekki vettvangur fyrir pólitískar yfirlýsingar. „Ég myndi gera þetta aftur," sagði Anders Behring Breivik á öðrum degi réttarhaldanna. Hann hefur samtals fimm daga til þess að gefa skýringar á því hvers vegna hann drap 77 manns í Ósló og á Úteyju síðastliðið sumar. „Árásirnar 22. júlí voru fyrirbyggjandi árásir," sagði hann. „Ég beitti nauðvörn í þágu þjóðar minnar, borgar minnar, lands míns." Dómstóllinn féllst á ósk hans um að hefja mál sitt á að lesa upp eins konar yfirlýsingu í réttarsalnum áður en yfirheyrslur yfir honum hófust. Wenche Elizabeth Arntzen, annar tveggja aðaldómara í málinu, greip ítrekað fram í fyrir honum og bað hann um að stytta mál sitt. Hann talaði í rúma klukkustund en var þá stöðvaður þótt hann segðist vera með „nokkra punkta" í viðbót. Aðstandendur hinna myrtu hafa lagt áherslu á að réttarhöldin snúist ekki upp í pólitíska réttlætingu Breiviks á morðunum í sumar. Þvert á móti eigi dómstóllinn að beina athygli sinni að voðaverkunum sjálfum, þeim skaða sem Breivik olli. „Ég tel mikilvægt að leggja áherslu á að við lítum ekki á Breivik sem stjórnmálamann í þessu máli. Hann er fjöldamorðingi," sagði Trond Henry Blattmann, faðir sautján ára pilts sem myrtur var á Úteyju í sumar. Í upphafi ræðu sinnar sagðist Breivik reyndar hafa ákveðið að „draga úr mælskutilþrifum" sínum af tillitssemi við fórnarlömb sín og aðstandendur þeirra. Síðar um daginn sagðist hann gera sér fulla grein fyrir því að fólk ætti erfitt. „Ég hef valdið óskiljanlega miklum þjáningum og vil ekki auka á þær enn frekar." Engu að síður stærði hann sig óspart af voðaverkum sínum, sagðist meðal annars hafa framið „stórkostlegustu árásir í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld". „Ég er herskár þjóðernissinni, svo einfalt er það," sagði hann og líkti voðaverkum sínum við hryðjuverk herskárra íslamista í samtökunum al Kaída. Hann segir að hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafi strax vakið hörð viðbrögð, einnig frá herskáum íslamistum sem sögðu í fyrstu árásirnar á New York og Washington hafa verið villimennsku. „En smám saman varð hugarfarsbreyting, stökk í þróuninni. Sjömílnaskref. Þetta hlaut meiri viðurkenningu eftir nokkur ár."Réttarhöldin yfir Breivik eru ráðandi á forsíðum dagblaðanna í Noregi þessa dagana.nordicphotos/AFPSama segir hann að hafi gerst í sumar. Allir hafi orðið fyrir áfalli í fyrstu en smám saman hafi orðið hugarfarsbreyting meðal herskárra þjóðernissinna í Evrópu: „Ég held að þröskuldurinn fyrir ofbeldisverk sé orðinn lægri." Hann sagði allt stefna í mikla borgarastyrjöld í Evrópu milli „þjóðernissinna og alþjóðasinna" í náinni framtíð og útskýrði enn og aftur hugmyndir sínar um böl fjölmenningarstefnunnar, sem ógni kristilegu samfélagi á Vesturlöndum. Hann notaði ræðu sína meðal annars til að bera lof á herskáa nýnasista í öðrum Evrópulöndum, meðal annars Peter Mangs, sænskan mann sem grunaður er um skotárásir á innflytjendur árið 2010, og þrjá Þjóðverja, þau Uwe Böhnhardt, Uwe Mundlos og Beate Zschäpe, sem talin eru hafa myrt tíu manns á árunum 2000 til 2007. Hann sagðist vera meðlimur í samtökum herskárra þjóðernissinna sem hann kallar Musterisriddarana. Saksóknarar í málinu telja þau samtök ekki vera til. Næstu daga halda yfirheyrslurnar yfir Breivik áfram og er vart við því að búast að hann fái fleiri tækifæri til að lesa upp pólitískar yfirlýsingar. Jafnvel verjendur hans telja litlar líkur á því að hann verði sýknaður á þeim forsendum, sem hann sjálfur vill. Þeirra meginmarkmið er að sannfæra dómarana um að Breivik sé sakhæfur og verði dæmdur, eins og hann reyndar sjálfur vill. gudsteinn@frettabladid.is Einn var ekki hæfur Thomas Indrebø.Thomas Indrebø, einn af þremur meðdómendum í málinu, þurfti að víkja úr dómnum í gær vegna ummæla sem hann hafði haft á Facebook-síðu sinni þann 22. júlí í sumar, daginn sem Breivik framdi hryðjuverkin, þar sem hann sagði að Breivik ætti ekkert annað en dauðarefsingu skilda. Fyrir vikið þykir hann nú óhæfur til að dæma í málinu en í staðinn fyrir hann tók Anne Wisloff sæti í dómnum. Meðdómendurnir eru ekki lærðir lögfræðingar heldur leikmenn, tilnefndir af sveitarfélögum til dómstarfa til fjögurra ára en valdir af handahófi úr hópi tilnefndra fyrir hvert dómsmál. Þeir taka þátt í dómsúrskurðum um sekt eða sýknu sakbornings og síðan refsiákvörðun til jafns við aðaldómara, sem eru tveir. Tilgangurinn er að tryggja þá reglu að dómar séu kveðnir upp af jafningjum sakbornings. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Við upphaf fimm daga yfirheyrsla yfir Anders Behring Breivik fékk hann rúma klukkustund til að lesa upp yfirlýsingu þar sem hann reyndi að réttlæta voðaverk sín. Hann segist vera herskár þjóðernissinni og líkir sér við al Kaída. Aðstandendur fórnarlamba hans segja mikilvægt að réttarhöldin snúist um glæpina sem hann framdi en verði ekki vettvangur fyrir pólitískar yfirlýsingar. „Ég myndi gera þetta aftur," sagði Anders Behring Breivik á öðrum degi réttarhaldanna. Hann hefur samtals fimm daga til þess að gefa skýringar á því hvers vegna hann drap 77 manns í Ósló og á Úteyju síðastliðið sumar. „Árásirnar 22. júlí voru fyrirbyggjandi árásir," sagði hann. „Ég beitti nauðvörn í þágu þjóðar minnar, borgar minnar, lands míns." Dómstóllinn féllst á ósk hans um að hefja mál sitt á að lesa upp eins konar yfirlýsingu í réttarsalnum áður en yfirheyrslur yfir honum hófust. Wenche Elizabeth Arntzen, annar tveggja aðaldómara í málinu, greip ítrekað fram í fyrir honum og bað hann um að stytta mál sitt. Hann talaði í rúma klukkustund en var þá stöðvaður þótt hann segðist vera með „nokkra punkta" í viðbót. Aðstandendur hinna myrtu hafa lagt áherslu á að réttarhöldin snúist ekki upp í pólitíska réttlætingu Breiviks á morðunum í sumar. Þvert á móti eigi dómstóllinn að beina athygli sinni að voðaverkunum sjálfum, þeim skaða sem Breivik olli. „Ég tel mikilvægt að leggja áherslu á að við lítum ekki á Breivik sem stjórnmálamann í þessu máli. Hann er fjöldamorðingi," sagði Trond Henry Blattmann, faðir sautján ára pilts sem myrtur var á Úteyju í sumar. Í upphafi ræðu sinnar sagðist Breivik reyndar hafa ákveðið að „draga úr mælskutilþrifum" sínum af tillitssemi við fórnarlömb sín og aðstandendur þeirra. Síðar um daginn sagðist hann gera sér fulla grein fyrir því að fólk ætti erfitt. „Ég hef valdið óskiljanlega miklum þjáningum og vil ekki auka á þær enn frekar." Engu að síður stærði hann sig óspart af voðaverkum sínum, sagðist meðal annars hafa framið „stórkostlegustu árásir í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld". „Ég er herskár þjóðernissinni, svo einfalt er það," sagði hann og líkti voðaverkum sínum við hryðjuverk herskárra íslamista í samtökunum al Kaída. Hann segir að hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafi strax vakið hörð viðbrögð, einnig frá herskáum íslamistum sem sögðu í fyrstu árásirnar á New York og Washington hafa verið villimennsku. „En smám saman varð hugarfarsbreyting, stökk í þróuninni. Sjömílnaskref. Þetta hlaut meiri viðurkenningu eftir nokkur ár."Réttarhöldin yfir Breivik eru ráðandi á forsíðum dagblaðanna í Noregi þessa dagana.nordicphotos/AFPSama segir hann að hafi gerst í sumar. Allir hafi orðið fyrir áfalli í fyrstu en smám saman hafi orðið hugarfarsbreyting meðal herskárra þjóðernissinna í Evrópu: „Ég held að þröskuldurinn fyrir ofbeldisverk sé orðinn lægri." Hann sagði allt stefna í mikla borgarastyrjöld í Evrópu milli „þjóðernissinna og alþjóðasinna" í náinni framtíð og útskýrði enn og aftur hugmyndir sínar um böl fjölmenningarstefnunnar, sem ógni kristilegu samfélagi á Vesturlöndum. Hann notaði ræðu sína meðal annars til að bera lof á herskáa nýnasista í öðrum Evrópulöndum, meðal annars Peter Mangs, sænskan mann sem grunaður er um skotárásir á innflytjendur árið 2010, og þrjá Þjóðverja, þau Uwe Böhnhardt, Uwe Mundlos og Beate Zschäpe, sem talin eru hafa myrt tíu manns á árunum 2000 til 2007. Hann sagðist vera meðlimur í samtökum herskárra þjóðernissinna sem hann kallar Musterisriddarana. Saksóknarar í málinu telja þau samtök ekki vera til. Næstu daga halda yfirheyrslurnar yfir Breivik áfram og er vart við því að búast að hann fái fleiri tækifæri til að lesa upp pólitískar yfirlýsingar. Jafnvel verjendur hans telja litlar líkur á því að hann verði sýknaður á þeim forsendum, sem hann sjálfur vill. Þeirra meginmarkmið er að sannfæra dómarana um að Breivik sé sakhæfur og verði dæmdur, eins og hann reyndar sjálfur vill. gudsteinn@frettabladid.is Einn var ekki hæfur Thomas Indrebø.Thomas Indrebø, einn af þremur meðdómendum í málinu, þurfti að víkja úr dómnum í gær vegna ummæla sem hann hafði haft á Facebook-síðu sinni þann 22. júlí í sumar, daginn sem Breivik framdi hryðjuverkin, þar sem hann sagði að Breivik ætti ekkert annað en dauðarefsingu skilda. Fyrir vikið þykir hann nú óhæfur til að dæma í málinu en í staðinn fyrir hann tók Anne Wisloff sæti í dómnum. Meðdómendurnir eru ekki lærðir lögfræðingar heldur leikmenn, tilnefndir af sveitarfélögum til dómstarfa til fjögurra ára en valdir af handahófi úr hópi tilnefndra fyrir hvert dómsmál. Þeir taka þátt í dómsúrskurðum um sekt eða sýknu sakbornings og síðan refsiákvörðun til jafns við aðaldómara, sem eru tveir. Tilgangurinn er að tryggja þá reglu að dómar séu kveðnir upp af jafningjum sakbornings.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira