Menning

Einhjólsballet og trúðar

Fullorðinssirkúsinn Skinnsemi fagnar árs afmæli sínu á laugardag. Sirkúsinn hefur slegið í gegn með fullorðinssýningum sínum.
Fullorðinssirkúsinn Skinnsemi fagnar árs afmæli sínu á laugardag. Sirkúsinn hefur slegið í gegn með fullorðinssýningum sínum.
Fullorðinssirkúsinn Skinnsemi heldur upp á ársafmæli sitt á laugardag með sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum. Trúðar, loftfimleikar og kinversk súlufimi eru á meðal þess sem sjá má á sýningunni.

Sirkús Íslands hefur lengi sett upp skemmtilegar fjölskyldusýningar en ákváðu að setja upp sérstaka fullorðinssýningu síðasta vor. Uppátækið tókst vel og síðan þá hafa slík kvöld verið haldin reglulega undir heitinu Skinnsemi. Sýningarnar eiga nokkuð skylt með gömlu burlesque- og vaudervillesýningunum en með sirkúsívafi og heilmiklu skinni, líkt og nafnið gefur til kynna.

„Upphaflega ætluðum við bara að hafa eina fullorðinssýningu og sjá hvernig fólk tæki í hana. Viðtökurnar voru mun betri en við þorðum að vona og það kom okkur sérstaklega á óvart hvað fólk var spennt fyrir því að koma aftur," segir

Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona og trúður í Sirkús Íslands. Afmælissýningin verðu blanda af nýjum atriðum og gömlum sem slegið hafa í gegn.

Hópurinn er orðinn nokkuð þjálfaður í að semja ný atriði fyrir sýningar og segir Margrét Erla þau byggð upp eins og lítil gamanatriði með upphafi, miðju og endi.

„Í dag er ekki nóg að mæta og gera trix eftir trix heldur þarf að byggja upp spennu. Við höfum líka öll okkar sérsvið og vinnum með þau, finnum þema og búning og gerum þetta skemmtilegt. Undirbúningurinn fyrir laugardaginn er nánast búinn og ég get sagt frá því að við verðum með einhjólaballet, trúða og ofboðslega liðuga stelpu sem getur troðið sér ofan í allskonar hluti, loftfimleika og kínverska súlufimi."

Sýningin hefst klukkan 22 á laugardag og er aðgangseyrir 2000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.