Pósa nakin fyrir sýningu í Ósló 26. maí 2012 06:30 Jói, Hildur og Erna setja upp sýningu um hvernig er að vera Íslendingur í Noregi sem verður opnuð í Ósló í júní. „Rauði þráðurinn í gegnum sýninguna er okkar upplifun af umhverfinu sem við erum í," segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem stendur að sýningunni You"reavision í Ósló ásamt kærustu sinni Hildi Hermannsdóttur og Ernu Einarsdóttur. Sýningin verður opnuð í júní og verður til húsa í Galleri Schaeffers Gate 5. Eigandinn, Mark Steiner, er mikill Íslandsaðdáandi og þegar hann kynntist þremenningunum, sem öll eru búsett í Ósló, og bað hann þau um að sjóða saman sýningu fyrir sig. Sýningin fjallar um hvernig er að vera Íslendingur í Noregi og um þá tilhneigingu fólks að gera hluti til að passa inn í fyrirfram ákveðinn ramma. „Mark fannst við áhugaverð þar sem við skerum okkur úr hópnum. Við vorum alltaf á sömu bylgjulengd með hvað við vildum gera. Þar sem við erum útlendingar í útlöndum fórum við sjálfkrafa að bera saman hegðunarmunstur samfélagsins sem við ölumst upp í og það sem við búum í núna," segir Jóhannes, betur þekktur sem Jói, en hann og Hildur hafa verið búsett í Ósló í eitt ár og Erna í tæp þrjú. Plakat sýningarinnar hefur vakið athygli en þar má sjá þremenningana án fata og málaða í rauðum, hvítum og bláum lit, sameiginlegum fánalitum Noregs og Íslands. Þeim fannst ekki hægt að útfæra plakatið á myndrænni hátt. „Við erum nakinn vegna þess að þannig erum við eins hlutlaus og hægt er að vera. Það er ekki hægt að sjá hvernig við klæðumst og þá er kannski erfiðara að setja okkur í þennan fyrirfram ákveðna ramma. Þar sem klæðnaður er ekki bara til að halda á okkur hita í nútímanum," segir Jói en nafn sýningarinnar lýsir hugsuninni á bak við hana ásamt því að vera vísun í sameiginlegt skemmtiefni beggja landa. -áp Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Rauði þráðurinn í gegnum sýninguna er okkar upplifun af umhverfinu sem við erum í," segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem stendur að sýningunni You"reavision í Ósló ásamt kærustu sinni Hildi Hermannsdóttur og Ernu Einarsdóttur. Sýningin verður opnuð í júní og verður til húsa í Galleri Schaeffers Gate 5. Eigandinn, Mark Steiner, er mikill Íslandsaðdáandi og þegar hann kynntist þremenningunum, sem öll eru búsett í Ósló, og bað hann þau um að sjóða saman sýningu fyrir sig. Sýningin fjallar um hvernig er að vera Íslendingur í Noregi og um þá tilhneigingu fólks að gera hluti til að passa inn í fyrirfram ákveðinn ramma. „Mark fannst við áhugaverð þar sem við skerum okkur úr hópnum. Við vorum alltaf á sömu bylgjulengd með hvað við vildum gera. Þar sem við erum útlendingar í útlöndum fórum við sjálfkrafa að bera saman hegðunarmunstur samfélagsins sem við ölumst upp í og það sem við búum í núna," segir Jóhannes, betur þekktur sem Jói, en hann og Hildur hafa verið búsett í Ósló í eitt ár og Erna í tæp þrjú. Plakat sýningarinnar hefur vakið athygli en þar má sjá þremenningana án fata og málaða í rauðum, hvítum og bláum lit, sameiginlegum fánalitum Noregs og Íslands. Þeim fannst ekki hægt að útfæra plakatið á myndrænni hátt. „Við erum nakinn vegna þess að þannig erum við eins hlutlaus og hægt er að vera. Það er ekki hægt að sjá hvernig við klæðumst og þá er kannski erfiðara að setja okkur í þennan fyrirfram ákveðna ramma. Þar sem klæðnaður er ekki bara til að halda á okkur hita í nútímanum," segir Jói en nafn sýningarinnar lýsir hugsuninni á bak við hana ásamt því að vera vísun í sameiginlegt skemmtiefni beggja landa. -áp
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira