Flikkað upp á Fasteign? Guðbrandur Einarsson skrifar 14. júní 2012 06:00 Þann 4. júní sl. sendi Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. frá sér fréttatilkynningu vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Samkvæmt fundargerðum Reykjanesbæjar var þetta mál á dagskrá bæjarráðs þann 18. maí sl. og hlaut þar samþykki allra bæjarráðsmanna sem eru fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks). Haft er eftir Árna Sigfússyni, stjórnarformanni Fasteignar hf. og bæjarstjóra Reykjanesbæjar, á vef Víkurfrétta að sveitarfélögin sem stærstu eigendur hafi náð fram öllum sínum samningsmarkmiðum. Ekki er á nokkurn hátt hægt að lesa út úr þessari fréttatilkynningu eða bókun bæjarráðs frá 18. maí hvaða áhrif þessi meinta endurskipulagning hefur á fjárhag Reykjanesbæjar til lengri eða skemmri tíma. Notað er orðalag eins og ásættanleg niðurstaða, veruleg lækkun og óvissu eytt, svo að eitthvað sé nefnt. Fyrir mig sem íbúa, vekur þetta upp fleiri spurningar en ég fæ svarað. Ætla ég þess vegna að leyfa mér að setja hér fram nokkrar spurningar sem ég fer fram á að kjörnir fulltrúar svari. Vænti ég þess að þeir hafi svör við þessum spurningum á reiðum höndum, þar sem ég geri ráð fyrir að þeir hafi byggt ákvörðun sína á svipuðum vangaveltum og ég set hér fram. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. var stofnað á árinu 2003. Innborgað hlutafé Reykjanesbæjar var á þeim tíma rúmar 500 milljónir. 1. Hvað er þetta hlutafé metið á núvirði? 2. Hvað verður um þetta hlutafé í þeirri endurskipulagningu Fasteignar sem nú fer fram? 3. Hversu háa fjárhæð þarf að afskrifa í bókum Reykjanesbæjar vegna þessarar endurskipulagningar? 4. Hvað á Reykjanesbær stóran hlut í nýrri Fasteign í prósentum talið og hvers virði er hann? 5. Mun Reykjanesbær þurfa að leggja til fjármuni til kaupa á hlutafé í nýrri Fasteign? Skv. fréttatilkynningu verður Eignarhaldsfélagið Fasteign í eigu níu sveitarfélaga ásamt Arion Banka. Gamla Fasteign var m.a. í eigu Íslandsbanka eða forvera hans. 6. Hver er ástæða þess að ný fjármálastofnun kemur að rekstri Fasteignar? Skv. fréttatilkynningu verður nýja Fasteign hreint leigufélag, þ.e. mun ekki sjá um viðhald eignanna eins og hingað til hefur viðgengist. Viðhaldið og rekstur fasteignanna mun því alfarið lenda á Reykjanesbæ. Viðhald eigna er auðvitað mismunandi eftir ástandi þeirra og aldri en hægt er að gera sér grein fyrir einhverjum meðaltalskostnaði með því að skoða heildarkostnað viðhalds yfir eitthvert tiltekið árabil. 7. Hver hefur árlegur viðhaldskostnaður Fasteignar hf. verið að meðaltali vegna þeirra eigna sem Reykjanesbær hefur leigt af félaginu, frá þeim tíma sem Fasteign hf. var stofnað? 8. Hvað getur Reykjanesbær reiknað með að þurfa að eyða í viðhald og rekstur fasteignanna? Svar óskast sem prósentuhlutfall af virði fasteignanna. Í fréttatilkynningu er greint frá því að gert sé ráð fyrir að leigugreiðslur lækki um og yfir 50% fyrstu árin frá því sem nú er. 9. Hversu lengi er gert ráð fyrir að þetta lækkunarástand vari? 10. Hver verður árleg húsaleiga til Fasteignar á meðan lækkunarástand varir? 11. Hvað tekur við eftir að lækkunarástandi lýkur? Í fréttatilkynningu er sagt frá því að leigutakar eigi þess kost að kaupa leigueignir á mun hagstæðara verði en núverandi samningar gera ráð fyrir. Það gefur leigutökum mikið svigrúm er varðar endurfjármögnun og endurskipulagningu á þeirra eigin fjárhag. 12. Við hvaða mikla svigrúm er átt? 13. Hafa kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar látið skoða þetta mikla svigrúm og velt því fyrir sér hvort nýta megi það til hagsbóta fyrir íbúa Reykjanesbæjar? Sagt er í fréttatilkynningu að leigan muni þó fylgja kostnaði félagsins og geti því tekið breytingum verði breytingar á ytri aðstæðum. 14. Óskað er eftir sundurliðun á því hvaða kostnaður verður lagður til grundvallar húsaleigu, þannig að hver kostnaðarþáttur verði sýndur sem prósenta af virði eigna. Vegna þess að rekstur fasteigna er svo stór þáttur í rekstrarkostnaði sveitarfélaga skiptir máli að þeim fjármunum sé varið eins vel eins og kostur er. Það skiptir líka máli að ekki þurfi að koma til verulegra afskrifta á fjármunum sveitarfélaga vegna illa ígrundaðra ákvarðana kjörinna fulltrúa. Það sýnist mér vera að eiga sér stað í tilfelli Fasteignar. Það hlýtur því að vera réttmæt krafa að kjörnir fulltrúar geri íbúum grein fyrir þeim ákvörðunum sem þeir taka og varða íbúa miklu. Ekkert hefur birst opinberlega um þetta mál annað en fréttatilkynning frá Fasteign hf. og tilvitnanir í þann aðila sem býr við það hlutskipti að sitja beggja vegna borðs í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 4. júní sl. sendi Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. frá sér fréttatilkynningu vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Samkvæmt fundargerðum Reykjanesbæjar var þetta mál á dagskrá bæjarráðs þann 18. maí sl. og hlaut þar samþykki allra bæjarráðsmanna sem eru fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks). Haft er eftir Árna Sigfússyni, stjórnarformanni Fasteignar hf. og bæjarstjóra Reykjanesbæjar, á vef Víkurfrétta að sveitarfélögin sem stærstu eigendur hafi náð fram öllum sínum samningsmarkmiðum. Ekki er á nokkurn hátt hægt að lesa út úr þessari fréttatilkynningu eða bókun bæjarráðs frá 18. maí hvaða áhrif þessi meinta endurskipulagning hefur á fjárhag Reykjanesbæjar til lengri eða skemmri tíma. Notað er orðalag eins og ásættanleg niðurstaða, veruleg lækkun og óvissu eytt, svo að eitthvað sé nefnt. Fyrir mig sem íbúa, vekur þetta upp fleiri spurningar en ég fæ svarað. Ætla ég þess vegna að leyfa mér að setja hér fram nokkrar spurningar sem ég fer fram á að kjörnir fulltrúar svari. Vænti ég þess að þeir hafi svör við þessum spurningum á reiðum höndum, þar sem ég geri ráð fyrir að þeir hafi byggt ákvörðun sína á svipuðum vangaveltum og ég set hér fram. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. var stofnað á árinu 2003. Innborgað hlutafé Reykjanesbæjar var á þeim tíma rúmar 500 milljónir. 1. Hvað er þetta hlutafé metið á núvirði? 2. Hvað verður um þetta hlutafé í þeirri endurskipulagningu Fasteignar sem nú fer fram? 3. Hversu háa fjárhæð þarf að afskrifa í bókum Reykjanesbæjar vegna þessarar endurskipulagningar? 4. Hvað á Reykjanesbær stóran hlut í nýrri Fasteign í prósentum talið og hvers virði er hann? 5. Mun Reykjanesbær þurfa að leggja til fjármuni til kaupa á hlutafé í nýrri Fasteign? Skv. fréttatilkynningu verður Eignarhaldsfélagið Fasteign í eigu níu sveitarfélaga ásamt Arion Banka. Gamla Fasteign var m.a. í eigu Íslandsbanka eða forvera hans. 6. Hver er ástæða þess að ný fjármálastofnun kemur að rekstri Fasteignar? Skv. fréttatilkynningu verður nýja Fasteign hreint leigufélag, þ.e. mun ekki sjá um viðhald eignanna eins og hingað til hefur viðgengist. Viðhaldið og rekstur fasteignanna mun því alfarið lenda á Reykjanesbæ. Viðhald eigna er auðvitað mismunandi eftir ástandi þeirra og aldri en hægt er að gera sér grein fyrir einhverjum meðaltalskostnaði með því að skoða heildarkostnað viðhalds yfir eitthvert tiltekið árabil. 7. Hver hefur árlegur viðhaldskostnaður Fasteignar hf. verið að meðaltali vegna þeirra eigna sem Reykjanesbær hefur leigt af félaginu, frá þeim tíma sem Fasteign hf. var stofnað? 8. Hvað getur Reykjanesbær reiknað með að þurfa að eyða í viðhald og rekstur fasteignanna? Svar óskast sem prósentuhlutfall af virði fasteignanna. Í fréttatilkynningu er greint frá því að gert sé ráð fyrir að leigugreiðslur lækki um og yfir 50% fyrstu árin frá því sem nú er. 9. Hversu lengi er gert ráð fyrir að þetta lækkunarástand vari? 10. Hver verður árleg húsaleiga til Fasteignar á meðan lækkunarástand varir? 11. Hvað tekur við eftir að lækkunarástandi lýkur? Í fréttatilkynningu er sagt frá því að leigutakar eigi þess kost að kaupa leigueignir á mun hagstæðara verði en núverandi samningar gera ráð fyrir. Það gefur leigutökum mikið svigrúm er varðar endurfjármögnun og endurskipulagningu á þeirra eigin fjárhag. 12. Við hvaða mikla svigrúm er átt? 13. Hafa kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar látið skoða þetta mikla svigrúm og velt því fyrir sér hvort nýta megi það til hagsbóta fyrir íbúa Reykjanesbæjar? Sagt er í fréttatilkynningu að leigan muni þó fylgja kostnaði félagsins og geti því tekið breytingum verði breytingar á ytri aðstæðum. 14. Óskað er eftir sundurliðun á því hvaða kostnaður verður lagður til grundvallar húsaleigu, þannig að hver kostnaðarþáttur verði sýndur sem prósenta af virði eigna. Vegna þess að rekstur fasteigna er svo stór þáttur í rekstrarkostnaði sveitarfélaga skiptir máli að þeim fjármunum sé varið eins vel eins og kostur er. Það skiptir líka máli að ekki þurfi að koma til verulegra afskrifta á fjármunum sveitarfélaga vegna illa ígrundaðra ákvarðana kjörinna fulltrúa. Það sýnist mér vera að eiga sér stað í tilfelli Fasteignar. Það hlýtur því að vera réttmæt krafa að kjörnir fulltrúar geri íbúum grein fyrir þeim ákvörðunum sem þeir taka og varða íbúa miklu. Ekkert hefur birst opinberlega um þetta mál annað en fréttatilkynning frá Fasteign hf. og tilvitnanir í þann aðila sem býr við það hlutskipti að sitja beggja vegna borðs í málinu.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar