Biblían og bókstafurinn Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 14. ágúst 2012 06:00 Nafnlausa auglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu um helgina vakti sterk viðbrögð. Auglýsingin og viðbrögðin gefa tilefni til að ræða um Biblíuna og notkun hennar í samtímanum. Algeng og kannski eðlileg viðbrögð við því að sjá svona vitnað til texta um „saurlífismenn, skurðgoðadýrkendur, hórkarla, kynvillinga" eru að ganga út frá því að þar með sé hægt að slá einhverju föstu um afstöðu trúaðra um tiltekið efni – s.s. samkynhneigð – í samtímanum. En er það svo? Biblían er trúarrit kristinna og inniheldur ólík rit frá ólíkum tímum, rituð í margvíslegum tilgangi. Í Biblíunni er margt sem er svo framandi okkur í menningu og tíma að það missir algjörlega marks að slengja því fram samhengislaust. Versið í auglýsingunni er gott dæmi um þetta. Ekki er með neinu móti hægt að halda því fram að þar sé fjallað um ástrík sambönd samkynhneigðra í samtímanum. Um hvað fjallar textinn þá? Rannsóknir á Nýja testamentinu sýna að bréf Páls til safnaðarins í Korintu hefur ótal skírskotanir í siðfræði, rökfræði og venjur þess tíma. Þessi vers eru hluti af lastalista og ber að skoðast í samhengi við hugmyndir um dyggðir og sjálfsstjórn á 1. öld okkar tímatals. Kristin manneskja byggir ekki trú sína á bókstöfum og lögmáli, heldur fyrirheitinu um frelsi og ást Guðs, eins og það birtist í Jesú frá Nasaret. Mælistikan á það sem stendur í Biblíunni er hvort það þjóni þessu frelsi eða vinni gegn því. Bókstafshyggja, eins og sú sem lesa má úr auglýsingunni, er og hefur alltaf verið framandi stærstum hópi þeirra sem aðhyllast kristna trú. Að smætta kristni í bókstafstrú og tefla henni gegn manneskjunni, vinnur gegn eðli hennar og er til skaða í samfélaginu. Auglýsingin um helgina minnir okkur á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nafnlausa auglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu um helgina vakti sterk viðbrögð. Auglýsingin og viðbrögðin gefa tilefni til að ræða um Biblíuna og notkun hennar í samtímanum. Algeng og kannski eðlileg viðbrögð við því að sjá svona vitnað til texta um „saurlífismenn, skurðgoðadýrkendur, hórkarla, kynvillinga" eru að ganga út frá því að þar með sé hægt að slá einhverju föstu um afstöðu trúaðra um tiltekið efni – s.s. samkynhneigð – í samtímanum. En er það svo? Biblían er trúarrit kristinna og inniheldur ólík rit frá ólíkum tímum, rituð í margvíslegum tilgangi. Í Biblíunni er margt sem er svo framandi okkur í menningu og tíma að það missir algjörlega marks að slengja því fram samhengislaust. Versið í auglýsingunni er gott dæmi um þetta. Ekki er með neinu móti hægt að halda því fram að þar sé fjallað um ástrík sambönd samkynhneigðra í samtímanum. Um hvað fjallar textinn þá? Rannsóknir á Nýja testamentinu sýna að bréf Páls til safnaðarins í Korintu hefur ótal skírskotanir í siðfræði, rökfræði og venjur þess tíma. Þessi vers eru hluti af lastalista og ber að skoðast í samhengi við hugmyndir um dyggðir og sjálfsstjórn á 1. öld okkar tímatals. Kristin manneskja byggir ekki trú sína á bókstöfum og lögmáli, heldur fyrirheitinu um frelsi og ást Guðs, eins og það birtist í Jesú frá Nasaret. Mælistikan á það sem stendur í Biblíunni er hvort það þjóni þessu frelsi eða vinni gegn því. Bókstafshyggja, eins og sú sem lesa má úr auglýsingunni, er og hefur alltaf verið framandi stærstum hópi þeirra sem aðhyllast kristna trú. Að smætta kristni í bókstafstrú og tefla henni gegn manneskjunni, vinnur gegn eðli hennar og er til skaða í samfélaginu. Auglýsingin um helgina minnir okkur á það.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun