Ástin, fortíðin, pólitíkin og allt hitt á Bókamessu 16. nóvember 2012 00:01 Segir Bókamessuna í Ráðhúsinu skipulagða með það fyrir augum að allir finni eitthvað við sitt hæfi, enda komi út bækur um allt milli himins og jarðar. Fréttablaðið/Vilhelm „Markmiðið er fyrst og fremst að sýna fram á þá gróskumiklu og breiðu flóru sem íslensk bókaútgáfa býður upp á," segir Kristín Viðarsdóttir verkefnisstjóri um bókamessu sem Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag og sunnudag. Þetta er í annað sinn sem slík bókamessa er haldin; í fyrra fór hún fram í Ráðhúsinu og Iðnó en að þessu sinni var ákveðið að hafa alla dagskrána á einum stað. Á messunni gefst bókaunnendum færi á að kynna sér það sem í boði er á útgáfulistum forlaganna, spjalla við höfunda, hlýða á upplestra og margt fleira. Þrjár pallborðsumræður eru meðal annars á dagskrá. Á laugardag ræðir Eiríkur Guðmundsson við fjóra rithöfunda í spjall um nýjar skáldsögur þeirra, þær Auði Övu Ólafsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Steinunni Sigurðardóttur, þar sem sjónum er beint að ástinni í verkum þeirra. Á sunnudag stýrir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, umræðum um nokkrar skáldsögur sem tengjast sögu eða sagnaarfi okkar Íslendinga. Hún fær til liðs við sig Einar Kárason, Eyrúnu Ingadóttur, Kristínu Steinsdóttur, Pétur Gunnarsson og Vilborgu Davíðsdóttur. Sama dag ræðir Guðni Th. Jóhannesson við þá Styrmi Gunnarsson og Svavar Gestsson um nýjar bækur þeirra í sal borgarstjórnar en þetta kvað vera í fyrsta sinn sem boðið er upp á dagskrá af þessum toga þar. Fjölmargir aðrir viðburðir eru á dagskrá fyrir fullorðna og börn og segir Kristín að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar má á heimasíðunni bokmenntaborgin.is Menning Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Markmiðið er fyrst og fremst að sýna fram á þá gróskumiklu og breiðu flóru sem íslensk bókaútgáfa býður upp á," segir Kristín Viðarsdóttir verkefnisstjóri um bókamessu sem Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag og sunnudag. Þetta er í annað sinn sem slík bókamessa er haldin; í fyrra fór hún fram í Ráðhúsinu og Iðnó en að þessu sinni var ákveðið að hafa alla dagskrána á einum stað. Á messunni gefst bókaunnendum færi á að kynna sér það sem í boði er á útgáfulistum forlaganna, spjalla við höfunda, hlýða á upplestra og margt fleira. Þrjár pallborðsumræður eru meðal annars á dagskrá. Á laugardag ræðir Eiríkur Guðmundsson við fjóra rithöfunda í spjall um nýjar skáldsögur þeirra, þær Auði Övu Ólafsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Steinunni Sigurðardóttur, þar sem sjónum er beint að ástinni í verkum þeirra. Á sunnudag stýrir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, umræðum um nokkrar skáldsögur sem tengjast sögu eða sagnaarfi okkar Íslendinga. Hún fær til liðs við sig Einar Kárason, Eyrúnu Ingadóttur, Kristínu Steinsdóttur, Pétur Gunnarsson og Vilborgu Davíðsdóttur. Sama dag ræðir Guðni Th. Jóhannesson við þá Styrmi Gunnarsson og Svavar Gestsson um nýjar bækur þeirra í sal borgarstjórnar en þetta kvað vera í fyrsta sinn sem boðið er upp á dagskrá af þessum toga þar. Fjölmargir aðrir viðburðir eru á dagskrá fyrir fullorðna og börn og segir Kristín að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar má á heimasíðunni bokmenntaborgin.is
Menning Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira