Fótum kippt undan bónda í djúpum skít 11. desember 2012 05:30 „Þú sérð alltaf einhverja drulluklepra á kúm,“ segir bóndinn á Brúarreykjum sem kveður slæmt ástand í fjósi hans að morgni 8. nóvember síðastliðins hafa verið einsdæmi. Mynd/Matvælastofnun Íslands. Bjarni Bærings Bjarnason, bóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, segist beittur valdníðslu með afturköllun Matvælastofnunar á starfsleyfi kúabús hans. Fótum sé kippt undan fjárhag fjölskyldunnar. Hann hefur sótt aftur um leyfi og bíður svars. „Það á bara að drepa mann lifandi,“ segir Bjarni Bærings Bjarnason á Brúarreykjum í Borgarfirði sem sviptur hefur verið starfsleyfi fyrir kúabú sitt. „Þetta er bara valdníðsla af hálfu Matvælastofnunar,“ segir Bjarni sem kveður héraðsdýralækni Vesturlands hafa komið honum að óvörum að morgni 8. nóvember síðastliðins. „Það höfðu borið átta beljur í einum rykk sjötta og sjöunda nóvember. Þetta voru erfiðar fæðingar og ég hafði ekki sofið í tvo sólarhringa og hafði ekki þrifið og fjósið orðið drullugt,“ útskýrir Bjarni þá stöðu sem var í fjósinu að morgni 8. nóvember og sjá má af meðfylgjandi mynd. Steinþór Arnarson, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir Brúarreyki hafa fengið margítrekaðan frest til úrbóta frá því býlið var tekið til eftirlits í fyrravetur. Í janúar á þessu ári hafi ekki verið jafn mikið af gripum í fjósinu og nú sé. Þeim hafi hins vegar fjölgað mikið og séu nú um níutíu þótt fjósið sé aðeins gert fyrir sextíu kýr. Steinþór kveður frávikin frá reglunum á Brúarreykjum ekki hafa verið alvarleg fyrr en 8. nóvember. „Það var greinilegt að mjaltirnar ganga ekki þannig fyrir sig að matvælaöryggi sé tryggt,“ segir hann. Aftur var farið í eftirlit á Brúarreyki 15. nóvember. „Þá var búið að þrífa og allt var í lagi nema það voru of margir gripir í fjósinu. Allt annað var í lagi,“ fullyrðir Bjarni. Steinþór segir aðra sögu. „Það var ekki orðið ásættanlegt og starfsleyfið var afturkallað,“ segir hann. Bjarni játar að kýrnar í fjósinu séu of margar samkvæmt reglum. Hann hafi leyft of mörgum gripum að lifa. Hann bendir á að áður fyrr hafi mátt vera með fleiri gripi en básar segja til um í lausagöngufjósum. „Það eru alltaf einhverjir gripir að éta og þeir sofa aldrei allir í einu svo það eru alltaf tuttugu til þrjátíu básar auðir.“ Auk þess sem Bjarni hefur ekki lengur leyfi til að selja frá sér mjólk má hann ekki senda gripi til slátrunar. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé athugavert við kjöt eða mjólk frá Brúarreykjum. Steinþór segir afturköllun starfsleyfisins eiga að vera fyrirbyggjandi en Bjarni telur skrítið að þurfa að kasta mjólk sem sé fyrsta flokks og verða að farga úrvalskjöti í sveltandi heimi. „Hvaða bull er þetta í þjóðfélaginu?“ spyr Bjarni sem kveðst hafa sótt strax aftur um leyfi en ekki fengið svar. Hann er ekki bjartsýnn á hvað við taki ef búið endurheimtir ekki starfsleyfið. „Þá er það bara kúlan eða reipið.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Bjarni Bærings Bjarnason, bóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, segist beittur valdníðslu með afturköllun Matvælastofnunar á starfsleyfi kúabús hans. Fótum sé kippt undan fjárhag fjölskyldunnar. Hann hefur sótt aftur um leyfi og bíður svars. „Það á bara að drepa mann lifandi,“ segir Bjarni Bærings Bjarnason á Brúarreykjum í Borgarfirði sem sviptur hefur verið starfsleyfi fyrir kúabú sitt. „Þetta er bara valdníðsla af hálfu Matvælastofnunar,“ segir Bjarni sem kveður héraðsdýralækni Vesturlands hafa komið honum að óvörum að morgni 8. nóvember síðastliðins. „Það höfðu borið átta beljur í einum rykk sjötta og sjöunda nóvember. Þetta voru erfiðar fæðingar og ég hafði ekki sofið í tvo sólarhringa og hafði ekki þrifið og fjósið orðið drullugt,“ útskýrir Bjarni þá stöðu sem var í fjósinu að morgni 8. nóvember og sjá má af meðfylgjandi mynd. Steinþór Arnarson, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir Brúarreyki hafa fengið margítrekaðan frest til úrbóta frá því býlið var tekið til eftirlits í fyrravetur. Í janúar á þessu ári hafi ekki verið jafn mikið af gripum í fjósinu og nú sé. Þeim hafi hins vegar fjölgað mikið og séu nú um níutíu þótt fjósið sé aðeins gert fyrir sextíu kýr. Steinþór kveður frávikin frá reglunum á Brúarreykjum ekki hafa verið alvarleg fyrr en 8. nóvember. „Það var greinilegt að mjaltirnar ganga ekki þannig fyrir sig að matvælaöryggi sé tryggt,“ segir hann. Aftur var farið í eftirlit á Brúarreyki 15. nóvember. „Þá var búið að þrífa og allt var í lagi nema það voru of margir gripir í fjósinu. Allt annað var í lagi,“ fullyrðir Bjarni. Steinþór segir aðra sögu. „Það var ekki orðið ásættanlegt og starfsleyfið var afturkallað,“ segir hann. Bjarni játar að kýrnar í fjósinu séu of margar samkvæmt reglum. Hann hafi leyft of mörgum gripum að lifa. Hann bendir á að áður fyrr hafi mátt vera með fleiri gripi en básar segja til um í lausagöngufjósum. „Það eru alltaf einhverjir gripir að éta og þeir sofa aldrei allir í einu svo það eru alltaf tuttugu til þrjátíu básar auðir.“ Auk þess sem Bjarni hefur ekki lengur leyfi til að selja frá sér mjólk má hann ekki senda gripi til slátrunar. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé athugavert við kjöt eða mjólk frá Brúarreykjum. Steinþór segir afturköllun starfsleyfisins eiga að vera fyrirbyggjandi en Bjarni telur skrítið að þurfa að kasta mjólk sem sé fyrsta flokks og verða að farga úrvalskjöti í sveltandi heimi. „Hvaða bull er þetta í þjóðfélaginu?“ spyr Bjarni sem kveðst hafa sótt strax aftur um leyfi en ekki fengið svar. Hann er ekki bjartsýnn á hvað við taki ef búið endurheimtir ekki starfsleyfið. „Þá er það bara kúlan eða reipið.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira