Hjörtur Logi: Þarf að fá að spila Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. desember 2012 08:30 Hjörtur Logi mun hafa vistaskipti í janúar en ekki liggur fyrir til hvaða félags hann fer. Mynd/Vilhelm Það eru breytingar í kortunum hjá Hafnfirðingnum Hirti Loga Valgarðssyni á nýju ári. Þá mun hann væntanlega kveðja sænska úrvalsdeildarliðið IFK Göteborg sem hann hefur spilað með undanfarin tvö ár. Hann á samt tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. „Það er verið að skoða þessi mál fyrir mig og væntanlega gerist eitthvað í janúar. Göteborg ætlar að fá inn nýjan mann í mína stöðu og ég nenni ekki að sitja á bekknum. Ég er ekki í plönum þjálfarans og því vil ég eðlilega fara annað," sagði Hjörtur Logi en Göteborg er ekki enn búið að kaupa bakvörð í hans stað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætti Hafnfirðingurinn ekki að vera í vandræðum með að finna sér nýtt félag en þrjú sænsk úrvalsdeildarlið hafa þegar sýnt honum áhuga. „Ég er búinn að tala við þjálfarann og það var sameiginleg niðurstaða okkar að það væri best að ég myndi finna mér nýtt félag. Ég er orðinn 24 ára og þarf að fá að spila. Ég vil líka sanna mig enda finnst mér það ekki hafa gengið nógu vel hingað til. Ég þarf að fá að spila til þess að gera það. Félagið segist ekki ætla að gera mér erfitt fyrir. Ef ég verð ekki seldur þá finnst vonandi lausn með lánssamning. Þeir segjast vilja gera það besta fyrir mig og ég treysti því." Síðasta tímabil var svolítið mikið upp og niður bæði hjá Hirti Loga og hjá félaginu. „Ég var svolítið inn og út. Þetta byrjaði þokkalega hjá mér en liðið stóð ekki undir væntingum. Þá var byrjað að skipta mikið og ég varð fyrir barðinu á því eins og fleiri. Ég hefði viljað gera betur og halda stöðunni en þetta var upp og niður hjá mér. Þegar illa gekk fór sjálfstraustið niður. Svo kom það upp aftur." Þó svo ekki hafi allt gengið upp hjá Hirti Loga í Svíþjóð þá sér hann alls ekki eftir því að hafa samið við félagið á sínum tíma. „Þessi tími hefur ekki beint verið vonbrigði en vissulega vildi ég gera aðeins betur. Þetta var aðeins stærra stökk en ég bjóst við í byrjun. IFK Göteborg er rosalega stór klúbbur og það voru viðbrigði fyrir mig. Það tók mig því smá tíma að komast inn í hlutina," sagði bakvörðurinn en hann hefur grætt mikið á þessum tíma. „Ég hef bætt mig mikið sem leikmaður frá því ég kom út. Ég tek það jákvæða úr þessu þó svo ég vildi gera betur. Ef liðinu hefði gengið betur þá hefði ég kannski gert betur. Það má endalaust velta slíku upp. Heilt yfir er ég ánægður með þetta enda bætt mig og svo hefur þetta verið heilmikil reynsla." Eins og áður segir eru félög í sænsku úrvalsdeildinni búin að sýna Hirti áhuga. Honum líst vel á að spila þar áfram. „Ég hef heyrt af þessum áhuga og það væri fínt að vera hér áfram þar sem ég er búinn að koma mér inn í tungumálið og menninguna. Ég kann vel við sænska boltann. Það eru mörg góð lið hérna og spilaður fínn bolti. Ég skoða samt allt sem kemur upp." Hjörtur og félagar fengu frí eftir mót í síðasta mánuði. Þeir eru mættir aftur til æfinga og munu æfa fram að jólum. Þá fær hann frí yfir jól og áramót. Svo taka væntanlega við nýir tímar. „Það verður gott að fá fínt jólafrí og svo kemur bara í ljós hvað verður á nýju ári." Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Það eru breytingar í kortunum hjá Hafnfirðingnum Hirti Loga Valgarðssyni á nýju ári. Þá mun hann væntanlega kveðja sænska úrvalsdeildarliðið IFK Göteborg sem hann hefur spilað með undanfarin tvö ár. Hann á samt tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. „Það er verið að skoða þessi mál fyrir mig og væntanlega gerist eitthvað í janúar. Göteborg ætlar að fá inn nýjan mann í mína stöðu og ég nenni ekki að sitja á bekknum. Ég er ekki í plönum þjálfarans og því vil ég eðlilega fara annað," sagði Hjörtur Logi en Göteborg er ekki enn búið að kaupa bakvörð í hans stað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætti Hafnfirðingurinn ekki að vera í vandræðum með að finna sér nýtt félag en þrjú sænsk úrvalsdeildarlið hafa þegar sýnt honum áhuga. „Ég er búinn að tala við þjálfarann og það var sameiginleg niðurstaða okkar að það væri best að ég myndi finna mér nýtt félag. Ég er orðinn 24 ára og þarf að fá að spila. Ég vil líka sanna mig enda finnst mér það ekki hafa gengið nógu vel hingað til. Ég þarf að fá að spila til þess að gera það. Félagið segist ekki ætla að gera mér erfitt fyrir. Ef ég verð ekki seldur þá finnst vonandi lausn með lánssamning. Þeir segjast vilja gera það besta fyrir mig og ég treysti því." Síðasta tímabil var svolítið mikið upp og niður bæði hjá Hirti Loga og hjá félaginu. „Ég var svolítið inn og út. Þetta byrjaði þokkalega hjá mér en liðið stóð ekki undir væntingum. Þá var byrjað að skipta mikið og ég varð fyrir barðinu á því eins og fleiri. Ég hefði viljað gera betur og halda stöðunni en þetta var upp og niður hjá mér. Þegar illa gekk fór sjálfstraustið niður. Svo kom það upp aftur." Þó svo ekki hafi allt gengið upp hjá Hirti Loga í Svíþjóð þá sér hann alls ekki eftir því að hafa samið við félagið á sínum tíma. „Þessi tími hefur ekki beint verið vonbrigði en vissulega vildi ég gera aðeins betur. Þetta var aðeins stærra stökk en ég bjóst við í byrjun. IFK Göteborg er rosalega stór klúbbur og það voru viðbrigði fyrir mig. Það tók mig því smá tíma að komast inn í hlutina," sagði bakvörðurinn en hann hefur grætt mikið á þessum tíma. „Ég hef bætt mig mikið sem leikmaður frá því ég kom út. Ég tek það jákvæða úr þessu þó svo ég vildi gera betur. Ef liðinu hefði gengið betur þá hefði ég kannski gert betur. Það má endalaust velta slíku upp. Heilt yfir er ég ánægður með þetta enda bætt mig og svo hefur þetta verið heilmikil reynsla." Eins og áður segir eru félög í sænsku úrvalsdeildinni búin að sýna Hirti áhuga. Honum líst vel á að spila þar áfram. „Ég hef heyrt af þessum áhuga og það væri fínt að vera hér áfram þar sem ég er búinn að koma mér inn í tungumálið og menninguna. Ég kann vel við sænska boltann. Það eru mörg góð lið hérna og spilaður fínn bolti. Ég skoða samt allt sem kemur upp." Hjörtur og félagar fengu frí eftir mót í síðasta mánuði. Þeir eru mættir aftur til æfinga og munu æfa fram að jólum. Þá fær hann frí yfir jól og áramót. Svo taka væntanlega við nýir tímar. „Það verður gott að fá fínt jólafrí og svo kemur bara í ljós hvað verður á nýju ári."
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti