Innlent

Magn frjókorna í lofti birt daglega

Tjaldsvæði Vissara er fyrir ofnæmissjúka að kynna sér vel aðstæður áður en haldið er í ferðalag. fréttablaðið/heiða
Tjaldsvæði Vissara er fyrir ofnæmissjúka að kynna sér vel aðstæður áður en haldið er í ferðalag. fréttablaðið/heiða
Á vef Náttúrufræðistofnunar má nú nálgast upplýsingar um magn frjókorna í lofti á hverjum virkum degi. Birtar eru tölur frá mælingastöð í Urriðaholti í Garðabæ.

„Ég held að þetta sé mjög gagnlegt, ef sjúklingurinn lítur yfir sveiflur á ákveðnum stað síðustu daga og vikur getur hann dregið vissar ályktanir út frá því. En það þarf að huga að veðurfari líka, til dæmis ef það er rigning, þá eru voða fá frjókorn," segir Davíð Gíslason ofnæmislæknir. Hann segist hvetja fólk með ofnæmi til að kynna sér vel veður og frjótölur áður en það leggur af stað í útilegu eða ferðalög. Aðstæður á staðnum skipti einnig miklu máli.

„Það er til dæmis gott að tjalda þar sem stendur af hafi og tjalda þá niðri við sjó. Svo er mikilvægt ef fólk ætlar að vera í tjaldi að vel sé slegið í kring."

Davíð varar þó við því að fólk dragi ályktanir um útlönd út frá frjótölum á Íslandi. „Ég minni oft fólk á að kanna hvernig frjótíminn er á staðnum sem það er að fara á, því frjótíminn þar er annar en hér á Íslandi." - ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×