Sport

Sama fyrirkomulag þrátt fyrir hneykslið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá annarri viðureigninni í sumar þar sem bæði liðin reyndu að tapa.
Frá annarri viðureigninni í sumar þar sem bæði liðin reyndu að tapa. Nordic Photos / Getty Images
Ekki er gert ráð fyrir því að Alþjóðabadmintonsambandið muni breyta keppnisfyrirkomulagi sínu á Ólympíuleikum þrátt fyrir hneykslismálin sem skóku íþróttina á leikunum í London í sumar.

Fjögur lið voru rekin úr keppninni í tvíliðaleik kvenna fyrir að reyna að tapa viljandi viðureignum sínum. Tilgangurinn var að fá auðveldari andstæðing í fjórðungsúrslitum.

Á síðustu leikum á undan hafði keppnisfyrirkomulagið verið einföld útsláttarkeppni. En á leikunum í sumar var keppendum í fyrsta sinn skipt í riðla sem hafði þetta í för með sér.

„Riðlakeppnin var heilt yfir mjög góð á leikunum," sagði Thomas Lund, framkvæmdarstjóri sambandsins, við fjölmiðla í Englandi. „Við tókum á þessum tveimur viðureignum sem voru afar óviðeigandi."

„Það var margt jákvætt í riðlakeppninni. Þetta snýst um að finna leiðir til að bæta hana án þess að breyta fyrirkomulaginu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×