Hávaði getur haft alvarleg áhrif á málþroska barna Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 9. desember 2012 19:03 Mikill hávaði í leikskólum hér á landi getur haft alvarleg áhrif á málþroska barna segir talmeinafræðingur. Börn heyri ekki rétt og læri því rangar skilgreiningar á orðum. Hávaði hefur mælst svo hár í leikskólum og íþróttasölum hér á landi að samkvæmt vinnuverndarlögum ættu einstaklingar á venjulegum vinnustöðum, að ganga með eyrnahlífar í slíkum hávaða þar sem hann er skaðlegur fyrir heyrn. Talmeinafræðingur óttast að börn í svo miklum hávaða hætti einfaldlega að hlusta og nái þar með ekki að þroska með sér málið. „Þau verða náttúrulega að heyra það sem sagt er og við megum ekki gleyma því að mál er bara hljóð sem er mis viðkvæmt fyrir því að drukkna í hávaða og það er það sem gerist að börn eru ekki að heyra rétt," segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, doktor í raddmeinum og talmeinafræðingur. Börn læri gríðarlegan fjölda nýrra orða á leikskólaaldri en skilningur orðanna misfarist í hávaðanum og geti haft áhrif á menntun barnanna í framtíðinni. Valdís segir að til dæmis hafi drengur í grunnskóla verið að læra um innflytjendur, en haldið að orðið innflytjandi þýddi sá sem kemur fyrstur inn í hús. Þá hafi séu sífellt fleiri börnum hópað saman í skólunum sem skapar meiri eril, en Valdís segir að mismunandi stefna til dæmis í hjallastefnuleikskólum samanborið við almenna leikskóla hafi áhrif. „Og það verður að segjast eins og er að hjallastefnuskólunum er það í hag, það er minni hávaði sem mælist og kennurum finnst það líka minni hávaði svo þau hafa náð einhverjum tökum á þessu," segir Valdís Ingibjörg. Hún segir mikilvægt að leikskólar hafi skilyrði til að geta kennt börnum málið og til þess þurfi þau að geta heyrt. „Það er að það séu færri börn í rými og svo sé hugað að bæði húsbúnaði, leiktækjum og borðbúnaði, öllu sem getur skapað þenann hávaða að loka ekki augunum og eyrunum fyrir þeim." Valdís bætir svo við: „Sem talmeinafræðingur þá hef ég áhyggjur af því að þau nái hreinlega ekki að þroska með sér mál og þar með eru þau komin í ákveðna hættu uppá framtíðina að þau nái ekki að nýta sér það sem skólarnir hafi uppá að bjóða." Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Mikill hávaði í leikskólum hér á landi getur haft alvarleg áhrif á málþroska barna segir talmeinafræðingur. Börn heyri ekki rétt og læri því rangar skilgreiningar á orðum. Hávaði hefur mælst svo hár í leikskólum og íþróttasölum hér á landi að samkvæmt vinnuverndarlögum ættu einstaklingar á venjulegum vinnustöðum, að ganga með eyrnahlífar í slíkum hávaða þar sem hann er skaðlegur fyrir heyrn. Talmeinafræðingur óttast að börn í svo miklum hávaða hætti einfaldlega að hlusta og nái þar með ekki að þroska með sér málið. „Þau verða náttúrulega að heyra það sem sagt er og við megum ekki gleyma því að mál er bara hljóð sem er mis viðkvæmt fyrir því að drukkna í hávaða og það er það sem gerist að börn eru ekki að heyra rétt," segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, doktor í raddmeinum og talmeinafræðingur. Börn læri gríðarlegan fjölda nýrra orða á leikskólaaldri en skilningur orðanna misfarist í hávaðanum og geti haft áhrif á menntun barnanna í framtíðinni. Valdís segir að til dæmis hafi drengur í grunnskóla verið að læra um innflytjendur, en haldið að orðið innflytjandi þýddi sá sem kemur fyrstur inn í hús. Þá hafi séu sífellt fleiri börnum hópað saman í skólunum sem skapar meiri eril, en Valdís segir að mismunandi stefna til dæmis í hjallastefnuleikskólum samanborið við almenna leikskóla hafi áhrif. „Og það verður að segjast eins og er að hjallastefnuskólunum er það í hag, það er minni hávaði sem mælist og kennurum finnst það líka minni hávaði svo þau hafa náð einhverjum tökum á þessu," segir Valdís Ingibjörg. Hún segir mikilvægt að leikskólar hafi skilyrði til að geta kennt börnum málið og til þess þurfi þau að geta heyrt. „Það er að það séu færri börn í rými og svo sé hugað að bæði húsbúnaði, leiktækjum og borðbúnaði, öllu sem getur skapað þenann hávaða að loka ekki augunum og eyrunum fyrir þeim." Valdís bætir svo við: „Sem talmeinafræðingur þá hef ég áhyggjur af því að þau nái hreinlega ekki að þroska með sér mál og þar með eru þau komin í ákveðna hættu uppá framtíðina að þau nái ekki að nýta sér það sem skólarnir hafi uppá að bjóða."
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira