Fótbolti

Ekkert Barcelona-lið hefur byrjað betur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Barcelona vann 3-1 sigur á Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í gær og hefur þar með náð í 28 stig af 30 mögulegum í fyrstu tíu umferðum deildarinnar. Þetta er besta byrjun félagsins frá upphafi í spænsku deildinni.

Tito Vilanova tók við þjálfun Barcelona-liðsins af Pep Guardiola í sumar og hefur þegar gert betur þótt að það hafi verið allt annað en auðvelt verk. Guardiola náði aldrei að stýra Barca til sigurs í níu af fyrstu tíu deildarleikjum liðsins.

Barcelona bætti í gærkvöldi félagsmet liðsins frá 1997 yfir bestu byrjun liðsins í spænsku deildinni en tímabilið 1997-98 var liðið undir stjórn Hollendingsins Louis van Gaal.

Árangur Barcelona í fyrstu tíu deildarleikjunum síðustu tímabil:

2012-2013 (Tito Vilanova) 9 sigrar, 1 jafntefli

2011-2012 (Pep Guardiola) 7 sigrar, 3 jafntefli

2010-2011 (Pep Guardiola) 8 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap

2009-2010 (Pep Guardiola) 8 sigrar, 2 jafntefli

2008-2009 (Pep Guardiola) 8 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap




Fleiri fréttir

Sjá meira


×