Erlent

Farþegar Costa Concordia fá skaðabætur

Farþegar Costa Concordia fá 11.000 evrur í skaðabætur.
Farþegar Costa Concordia fá 11.000 evrur í skaðabætur. mynd/AP
Ítalska fyrirtækið sem á skemmtiferðaskipið Costa Concordia mun greiða farþegum skipsins 11.000 evrur í skaðabætur eftir að skipið strandaði undan vesturströnd Ítalíu.

Upphæðin samsvarar rúmum 1.7 milljónum íslenskra króna. Samkomulaginu var náð eftir að fyrirtækið fundaði með nokkrum farþegum skipsins.

Fyrirtækið lofar einnig að greiða læknis- og ferðakostnað farþeganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×