Tíska og hönnun

Fyrirsætur snúa heim

Kolfinna Kristófersdóttir.
Kolfinna Kristófersdóttir.

Reykjavík Fashion Festival fer fram í þriðja sinn nú í lok mánaðarins. Ellefu íslenskir hönnuðir taka þátt í ár og má þar á meðal nefna ELLA, Kron by KronKron, Mundi, REY og Kalda.

Nú hefur einnig verið staðfest að nokkrar af vinsælustu fyrirsætum landsins munu snúa heim til Íslands til að taka þátt í tískuviðburðinum. Þeirra á meðal eru Elmar Johnson og Kolfinna Kristófersdóttir sem bæði hafa gengið sýningapallana í London, Mílanó og New York. 

Að auki munu Sara Karen Þórisdóttir, Svala Lind og Brynja Jónbjarnardóttir sýna á RFF í ár. 


Tengdar fréttir

Vogue og Eurowoman á RFF

"Það eru ögn færri erlendir fjölmiðlar í ár en hafa verið síðustu ár en það er mjög góðmennt,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival, um komu erlendra fjölmiðla á tískuhátíðina sem fer fram dagana 30. og 31. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.