Gagnrýnir Almannavarnir fyrir andvaraleysi Karen Kjartansdóttir skrifar 2. júní 2012 19:45 Almannavarnir huga ekki að hættunni sem steðjar að höfuðborgarsvæðinu þegar eldsumbrot verða næst á Reykjanessvæðinu og yfirvöld hafa leyft byggingar á stöðum sem ekki ætti að byggja á. Þetta segir Haraldur Sigurðsson, einn helsti eldfjallasérfræðingur heims Haraldur segir undarlegt að í nýrri 65 síðna skýrslu Almannavarna um áhættumat á höfuðborgarsvæðinu sé eldvirkni sé mjög lítið til umfjöllunar. „Þar er fjallað um eldvirkni á höfuðborgarsvæðinu og áhrif þess á hálfri blaðsíðu - hálfri blaðsíðu - það er nú ekki meira. Og þarna eru 28 höfundar og það er enginn þeirra jarðfræðingur sem mér þótti dálítið merkilegt. Ég held að áhættan fyrir höfuðborgarsvæðið af eldvirkni sé miklu meiri og henni þurfi að veita miklu meiri athygli en gert er í þessari skýrslu," segir Haraldur. Á undanförnum árum hefur verið byggt töluvert í grennd við Heiðmörk. Það þykir Haraldi ekki viturlegt enda skammt frá því síðast rann hraun þarna. Yfirvöld fræði fólk ekki um staðreynir málsins. Svo virðist sem að yfirvöld vilji stinga þeirri staðreynd undir stól að höfuðborgarsvæðið sé í nágrenni við nokkuð stórar eldstöðvar. Hann tekur sérstaklega Krýsuvíkursvæðið sem dæmi en Krýsuvík flokkast sem megineldstöð. Í henni séu sprungur sem liggi til norðausturs frá Krýsuvík og nái alveg gegnum Heiðmörk. „Það eru hraun þarna, sum ansi ung , sem byggð er komin á. Þetta eru svæði sem þar sem hugsanlega geta orðið eldgos í framtíðinni," segir Haraldur en hann segir eina af meginreglum jarðfræðinnar vera þá að verulegar líkur séu á að önnur hraun muni renna yfir ung hraun í framtíðinni. Hann segir að yfirleitt sé hraunrennsli ekki lífshættulegt fólki, það er að segja ef það forðar sér, en það fari yfir byggðir eins og íbúar í Vestmannaeyjum hafi fengið að kynnast. Ef fólk vilji byggja til 50 ára sé ef til vill í lagi að byggja á hrauni en það vilji almenningur líklega ekki. En finnst Haraldi ekki eins og verið sé að hræða fólk með tali um eldsumbrot? „Ég held að það sé alveg sjálfsagt að fólk fái að vita hverjar hætturnar eru." Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Almannavarnir huga ekki að hættunni sem steðjar að höfuðborgarsvæðinu þegar eldsumbrot verða næst á Reykjanessvæðinu og yfirvöld hafa leyft byggingar á stöðum sem ekki ætti að byggja á. Þetta segir Haraldur Sigurðsson, einn helsti eldfjallasérfræðingur heims Haraldur segir undarlegt að í nýrri 65 síðna skýrslu Almannavarna um áhættumat á höfuðborgarsvæðinu sé eldvirkni sé mjög lítið til umfjöllunar. „Þar er fjallað um eldvirkni á höfuðborgarsvæðinu og áhrif þess á hálfri blaðsíðu - hálfri blaðsíðu - það er nú ekki meira. Og þarna eru 28 höfundar og það er enginn þeirra jarðfræðingur sem mér þótti dálítið merkilegt. Ég held að áhættan fyrir höfuðborgarsvæðið af eldvirkni sé miklu meiri og henni þurfi að veita miklu meiri athygli en gert er í þessari skýrslu," segir Haraldur. Á undanförnum árum hefur verið byggt töluvert í grennd við Heiðmörk. Það þykir Haraldi ekki viturlegt enda skammt frá því síðast rann hraun þarna. Yfirvöld fræði fólk ekki um staðreynir málsins. Svo virðist sem að yfirvöld vilji stinga þeirri staðreynd undir stól að höfuðborgarsvæðið sé í nágrenni við nokkuð stórar eldstöðvar. Hann tekur sérstaklega Krýsuvíkursvæðið sem dæmi en Krýsuvík flokkast sem megineldstöð. Í henni séu sprungur sem liggi til norðausturs frá Krýsuvík og nái alveg gegnum Heiðmörk. „Það eru hraun þarna, sum ansi ung , sem byggð er komin á. Þetta eru svæði sem þar sem hugsanlega geta orðið eldgos í framtíðinni," segir Haraldur en hann segir eina af meginreglum jarðfræðinnar vera þá að verulegar líkur séu á að önnur hraun muni renna yfir ung hraun í framtíðinni. Hann segir að yfirleitt sé hraunrennsli ekki lífshættulegt fólki, það er að segja ef það forðar sér, en það fari yfir byggðir eins og íbúar í Vestmannaeyjum hafi fengið að kynnast. Ef fólk vilji byggja til 50 ára sé ef til vill í lagi að byggja á hrauni en það vilji almenningur líklega ekki. En finnst Haraldi ekki eins og verið sé að hræða fólk með tali um eldsumbrot? „Ég held að það sé alveg sjálfsagt að fólk fái að vita hverjar hætturnar eru."
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira