Segja ríkisstarfsfólki mútað með punktum hjá Icelandair 2. júní 2012 06:15 Icelandair Talsmaður Iceland Express telur að hvatinn sé augljós fyrir ríkisstarfsmenn að panta sér far með Icelandair og fá vildarpunkta.Fréttablaðið/anton Iceland Express hefur kært útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Félagið fullyrðir að kjör helsta keppinautarins, Icelandair, séu langtum lakari en þau sem Iceland Express hafi boðið og að með þeim sé auk þess verið að bera fé á opinbera starfsmenn. Útboðið tók til flugs á Evrópska efnahagssvæðinu og var auglýst í mars í fyrra. Ríkiskaup tóku tilboðum frá Iceland Express og Icelandair, þrátt fyrir ólík kjör, og töldu þau bæði hagstæð. Iceland Express fékk ekki upplýsingar um tilboð Icelandair fyrr en eftir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í ljós kom að Icelandair hefði að jafnaði boðið um þrefalt hærra verð, misjafnt eftir flugleiðum, en Iceland Express. Mesti munurinn var 281 prósent, eða nærri fjórfalt verð, en sá minnsti 176 prósent. Í kærunni er furðu lýst á því að Ríkiskaup hafi metið það tilboð hagstætt, þegar mun hagstæðara tilboð Iceland Express lá fyrir. Þá gagnrýnir Iceland Express líka að Icelandair hafi verið leyft að bjóða marga ólíka bókunarklassa, þrátt fyrir að útboðslýsingin hafi kveðið á um að einungis mætti bjóða flug á almennu farrými. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir alvarlegustu athugasemdina hins vegar snúa að því að opinberir starfsmenn skuli fá vildarpunkta hjá Icelandair í eigin reikning ef þeir nota þjónustuna. „Það heitir auðvitað bara á fínu máli að bera fé á opinbera starfsmenn og sums staðar er það kallað mútur," segir Heimir. „Ríkið, ólíkt mörgum öðrum ríkisstjórnum, rekur ekki sína eigin ferðaskrifstofu sem opinberir starfsmenn bóka sig hjá og sér um að finna ódýrustu kjörin, heldur bóka þeir sig sjálfir," segir Heimir. „Það gefur augaleið að samkeppnisstaðan er mjög skökk ef opinber starfsmaður sér fram á það að geta eignast sjálfur – persónulega – fjölda punkta sem duga honum, og jafnvel fjölskyldunni ef hann ferðast mikið fyrir ríkið, til að fara frítt í sumarfrí og kaupa varning í flugvélum Icelandair." Enda hafi komið á daginn að ríkið skipti nánast ekkert við Iceland Express. Einungis forsetaembættið og í örfáum tilvikum utanríkisráðuneytið hafi gert það. „Það þýðir að skattborgarar eru að greiða tugi ef ekki hundruð milljóna fyrir vildarpunkta opinberra starfsmanna," segir Heimir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafði ekki séð kæruna og kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Icelandair hefði þó fylgt útboðslýsingunni í einu og öllu.stigur@frettabladid.is Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Iceland Express hefur kært útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Félagið fullyrðir að kjör helsta keppinautarins, Icelandair, séu langtum lakari en þau sem Iceland Express hafi boðið og að með þeim sé auk þess verið að bera fé á opinbera starfsmenn. Útboðið tók til flugs á Evrópska efnahagssvæðinu og var auglýst í mars í fyrra. Ríkiskaup tóku tilboðum frá Iceland Express og Icelandair, þrátt fyrir ólík kjör, og töldu þau bæði hagstæð. Iceland Express fékk ekki upplýsingar um tilboð Icelandair fyrr en eftir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í ljós kom að Icelandair hefði að jafnaði boðið um þrefalt hærra verð, misjafnt eftir flugleiðum, en Iceland Express. Mesti munurinn var 281 prósent, eða nærri fjórfalt verð, en sá minnsti 176 prósent. Í kærunni er furðu lýst á því að Ríkiskaup hafi metið það tilboð hagstætt, þegar mun hagstæðara tilboð Iceland Express lá fyrir. Þá gagnrýnir Iceland Express líka að Icelandair hafi verið leyft að bjóða marga ólíka bókunarklassa, þrátt fyrir að útboðslýsingin hafi kveðið á um að einungis mætti bjóða flug á almennu farrými. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir alvarlegustu athugasemdina hins vegar snúa að því að opinberir starfsmenn skuli fá vildarpunkta hjá Icelandair í eigin reikning ef þeir nota þjónustuna. „Það heitir auðvitað bara á fínu máli að bera fé á opinbera starfsmenn og sums staðar er það kallað mútur," segir Heimir. „Ríkið, ólíkt mörgum öðrum ríkisstjórnum, rekur ekki sína eigin ferðaskrifstofu sem opinberir starfsmenn bóka sig hjá og sér um að finna ódýrustu kjörin, heldur bóka þeir sig sjálfir," segir Heimir. „Það gefur augaleið að samkeppnisstaðan er mjög skökk ef opinber starfsmaður sér fram á það að geta eignast sjálfur – persónulega – fjölda punkta sem duga honum, og jafnvel fjölskyldunni ef hann ferðast mikið fyrir ríkið, til að fara frítt í sumarfrí og kaupa varning í flugvélum Icelandair." Enda hafi komið á daginn að ríkið skipti nánast ekkert við Iceland Express. Einungis forsetaembættið og í örfáum tilvikum utanríkisráðuneytið hafi gert það. „Það þýðir að skattborgarar eru að greiða tugi ef ekki hundruð milljóna fyrir vildarpunkta opinberra starfsmanna," segir Heimir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafði ekki séð kæruna og kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Icelandair hefði þó fylgt útboðslýsingunni í einu og öllu.stigur@frettabladid.is
Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira