Segja ríkisstarfsfólki mútað með punktum hjá Icelandair 2. júní 2012 06:15 Icelandair Talsmaður Iceland Express telur að hvatinn sé augljós fyrir ríkisstarfsmenn að panta sér far með Icelandair og fá vildarpunkta.Fréttablaðið/anton Iceland Express hefur kært útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Félagið fullyrðir að kjör helsta keppinautarins, Icelandair, séu langtum lakari en þau sem Iceland Express hafi boðið og að með þeim sé auk þess verið að bera fé á opinbera starfsmenn. Útboðið tók til flugs á Evrópska efnahagssvæðinu og var auglýst í mars í fyrra. Ríkiskaup tóku tilboðum frá Iceland Express og Icelandair, þrátt fyrir ólík kjör, og töldu þau bæði hagstæð. Iceland Express fékk ekki upplýsingar um tilboð Icelandair fyrr en eftir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í ljós kom að Icelandair hefði að jafnaði boðið um þrefalt hærra verð, misjafnt eftir flugleiðum, en Iceland Express. Mesti munurinn var 281 prósent, eða nærri fjórfalt verð, en sá minnsti 176 prósent. Í kærunni er furðu lýst á því að Ríkiskaup hafi metið það tilboð hagstætt, þegar mun hagstæðara tilboð Iceland Express lá fyrir. Þá gagnrýnir Iceland Express líka að Icelandair hafi verið leyft að bjóða marga ólíka bókunarklassa, þrátt fyrir að útboðslýsingin hafi kveðið á um að einungis mætti bjóða flug á almennu farrými. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir alvarlegustu athugasemdina hins vegar snúa að því að opinberir starfsmenn skuli fá vildarpunkta hjá Icelandair í eigin reikning ef þeir nota þjónustuna. „Það heitir auðvitað bara á fínu máli að bera fé á opinbera starfsmenn og sums staðar er það kallað mútur," segir Heimir. „Ríkið, ólíkt mörgum öðrum ríkisstjórnum, rekur ekki sína eigin ferðaskrifstofu sem opinberir starfsmenn bóka sig hjá og sér um að finna ódýrustu kjörin, heldur bóka þeir sig sjálfir," segir Heimir. „Það gefur augaleið að samkeppnisstaðan er mjög skökk ef opinber starfsmaður sér fram á það að geta eignast sjálfur – persónulega – fjölda punkta sem duga honum, og jafnvel fjölskyldunni ef hann ferðast mikið fyrir ríkið, til að fara frítt í sumarfrí og kaupa varning í flugvélum Icelandair." Enda hafi komið á daginn að ríkið skipti nánast ekkert við Iceland Express. Einungis forsetaembættið og í örfáum tilvikum utanríkisráðuneytið hafi gert það. „Það þýðir að skattborgarar eru að greiða tugi ef ekki hundruð milljóna fyrir vildarpunkta opinberra starfsmanna," segir Heimir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafði ekki séð kæruna og kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Icelandair hefði þó fylgt útboðslýsingunni í einu og öllu.stigur@frettabladid.is Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Iceland Express hefur kært útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Félagið fullyrðir að kjör helsta keppinautarins, Icelandair, séu langtum lakari en þau sem Iceland Express hafi boðið og að með þeim sé auk þess verið að bera fé á opinbera starfsmenn. Útboðið tók til flugs á Evrópska efnahagssvæðinu og var auglýst í mars í fyrra. Ríkiskaup tóku tilboðum frá Iceland Express og Icelandair, þrátt fyrir ólík kjör, og töldu þau bæði hagstæð. Iceland Express fékk ekki upplýsingar um tilboð Icelandair fyrr en eftir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í ljós kom að Icelandair hefði að jafnaði boðið um þrefalt hærra verð, misjafnt eftir flugleiðum, en Iceland Express. Mesti munurinn var 281 prósent, eða nærri fjórfalt verð, en sá minnsti 176 prósent. Í kærunni er furðu lýst á því að Ríkiskaup hafi metið það tilboð hagstætt, þegar mun hagstæðara tilboð Iceland Express lá fyrir. Þá gagnrýnir Iceland Express líka að Icelandair hafi verið leyft að bjóða marga ólíka bókunarklassa, þrátt fyrir að útboðslýsingin hafi kveðið á um að einungis mætti bjóða flug á almennu farrými. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir alvarlegustu athugasemdina hins vegar snúa að því að opinberir starfsmenn skuli fá vildarpunkta hjá Icelandair í eigin reikning ef þeir nota þjónustuna. „Það heitir auðvitað bara á fínu máli að bera fé á opinbera starfsmenn og sums staðar er það kallað mútur," segir Heimir. „Ríkið, ólíkt mörgum öðrum ríkisstjórnum, rekur ekki sína eigin ferðaskrifstofu sem opinberir starfsmenn bóka sig hjá og sér um að finna ódýrustu kjörin, heldur bóka þeir sig sjálfir," segir Heimir. „Það gefur augaleið að samkeppnisstaðan er mjög skökk ef opinber starfsmaður sér fram á það að geta eignast sjálfur – persónulega – fjölda punkta sem duga honum, og jafnvel fjölskyldunni ef hann ferðast mikið fyrir ríkið, til að fara frítt í sumarfrí og kaupa varning í flugvélum Icelandair." Enda hafi komið á daginn að ríkið skipti nánast ekkert við Iceland Express. Einungis forsetaembættið og í örfáum tilvikum utanríkisráðuneytið hafi gert það. „Það þýðir að skattborgarar eru að greiða tugi ef ekki hundruð milljóna fyrir vildarpunkta opinberra starfsmanna," segir Heimir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafði ekki séð kæruna og kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Icelandair hefði þó fylgt útboðslýsingunni í einu og öllu.stigur@frettabladid.is
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira