Fótbolti

Malaga í Meistaradeildina í fyrsta sinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Það verða fjögur spænsk lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem að Malaga tryggði sér í kvöld áfram úr forkeppninni með markalausu jafntefli gegn Panathinaikos í Grikklandi.

Malaga vann fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn engu og dugði því liðinu að hanga á jafnteflinu í kvöld.

Anderlecht frá Belgíu tryggði sig áfram á dramatískan máta. Liðið hafði betur gegn AEL Limassol frá Kýpur, 2-0, með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútum leiksins. Kýpverjarnir unnu fyrri leikinn, 2-1, en eru úr leik.

BATE Borisov komst enn og aftur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, sem og Dinamo Zagreb. Nú stendur yfir framlenging í viðureign Udinese og Braga á Ítalíu.

Meistaradeild Evrópu, forkeppni:

Ironi Kirya Shmona (Ísrael) - BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi) 1-1 (1-3)

Anderlecht (Belgíu) - AEL Limassol (Kýpur) 2-0 (3-2)

Maribor (Slóveníu) - Dinamo Zagreb (Króatíu) 0-1 (1-3)

Panathinaikos (Grikklandi) - Malaga (Spáni) 0-0 (0-2)

Udinese (Ítalíu) - Braga (Portúgal) 1-1 (2-2) - framlengt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×