Innlent

"Mér var alveg sama um mín afdrif"

KH skrifar
Ragnar Erling Hermannsson biðlar til vina og ættingja um stuðning þar sem hann á erfitt með að ná endum saman.
Ragnar Erling Hermannsson biðlar til vina og ættingja um stuðning þar sem hann á erfitt með að ná endum saman. Mynd/Af Facebooksíðu Ragnars

"Ef ég vinn - fangelsi - ef ég reyni að fara - fangelsi!" svona lýsir Ragnar Erling Hermannsson aðstæðum sínum en hann hefur verið fastur í Brasilíu frá því hann losnaði úr fangelsi þar í landi árið 2009. Ragnar, sem sat inni fyrir fíkniefnasmygl, hefur biðlað á Facebook-síðu sinni til vina og ættingja um stuðning þar sem hann á erfitt með að ná endum saman.

"Elsku vinir mínir og vandaða fólk !!!

Mér tekur það þungt að þurfa eina ferðina enn að kalla eftir hjálpræði ykkar!Þessa stundina er ég að sjá fram á að vera tekjulaus þangað til ég loksins get komist að vinna á Íslandi - en eins og ég hef sagt áður þá er ég staddur í einum erfiðustu aðstæðum sem ég hef lent í - það er að ég má ekki nýta frummannrétt minn til þess að vinna fyrir mér - og má þar að auki ekki koma mér úr aðstæðunum - ef ég vinn - fangelsi - ef ég reyni að fara fangelsi!!

Ég bið ykkur elskurnar sem getið að hjálpa mér svo ég geti a.m.k. borgað leigu þennan mánuðinn!!!

Guð verið með okkur öllum og að við verðum öll saman fljótt á ný !!!

Kaerleikskvedjur

Ragnar var í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hann sagði frá lífsreynslu sinni.

"Það er erfitt að útskýra þetta allt í fljótu bragði. Árið 2008 varð ég fyrir andlegu hruni, andlegt sjálfsmorð eins og ég framdi, þegar fólk kemst á tilfinningalegt núll. Mér var alveg sama um mín afdrif og komst í kynni við fólk sem var að smygla og fór að forvitnast um þetta. Fólk var að græða mikla peninga og ég hugsaði mér gott til glóðarinnar. Ég fór til Danmerkur en gugnaði á öllu og skildi eftir eitt kíló af eiturlyfjum," segir Ragnar. Til að bæta fyrir eiturlyfin sem hann týndi ætlaði Ragnar að smygla eiturlyfjum frá Brasilíu en var tekinn.  Hlusta má á viðtalið hér að ofan.

Þeir sem vilja leggja Ragnari lið geta lagt inn á reikning:

Reikn: 0324-26-91184

Kt: 091184-2309

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×