Innlent

Kennarar geti tekist á við sérþarfirnar

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Mikilvægt er að kennarar fái meiri þekkingu til að takast á við alvarlegar hegðunarraskanir.
Mikilvægt er að kennarar fái meiri þekkingu til að takast á við alvarlegar hegðunarraskanir.
Skóli án aðgreiningar er yfirlýst menntastefna hérlendis en grunnskólakennarar lýsa yfir áhyggjum af því hvernig eigi að takast á við hegðunarvanda í almenna skólaumhverfinu.

Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara stóðu sameiginlega að könnun meðal íslenskra grunnskólakennara á síðastliðnu ári en þar kom í ljós að aðeins 42 prósent kennara voru jákvæð eða mjög jákvæð gegnvart stefnunni og 26 prósent kennara, eða rúmlega fjórðungur, voru neikvæð eða mjög neikvæð.

32,6 prósent töldu það hafa gengið vel að fylgja stefnunni en tæplega 30 prósent töldu það hafa gengið illa eða mjög illa. Aðspurðir um hvað í kennarastarfinu væri erfiðast nefndu flestir agavandamál og „erfiða nemendur" en í þann flokk voru settir bæði „óþægir nemendur" og nemendur með sérþarfir.

Anna Lind Pétursdóttir, dósent á menntavísindasviði HÍ, segir nauðsynlegt að kennarar fái meiri þekkingu til að takast á við alvarlegar hegðunarraskanir. Rannsóknir sýni að þegar notast er við úrræði á á borð við einstaklingsmiðaða stuðningsáætlun sem byggð er á virknimati megi fá nemendur sem áður sýndu mjög truflandi hegðun til að bæta hegðun sína til muna. „Að þriðjungur kennara segi í könnuninni að þessi stefna gangi illa hlýtur að endurspegla raunveruleg vandamál. Kennarar þurfa að fá viðeigandi stuðning, handleiðslu og ráðgjöf til þess að láta þetta ganga betur. Það er ekki bara hægt að auka ábyrgð og starfsumfang almennra kennara án þessa að til komi meiri þekking. Þú mætir ekki bara þörfum barna með einhverfu með hyggjuvitinu."

Anna Lind segir mikilvægt að auka þennan þátt í menntun kennara og sérkennara svo að þeir hafi betri þekkingu á margvíslegum þörfum nemenda og gagnreyndum aðferðum til að mæta þessum sérþörfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×