Eins og köld vatnsgusa í andlitið 21. febrúar 2013 18:45 Tollvörður á fimmtugdaldri var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að smygli á tuttugu kílóum af amfetamíni til landsins. Samstarfsmenn mannsins eru í áfalli. Hann hefur aldrei áður komið við sögu lögreglu. Tollgæslan fann rúmlega 20 kíló af amfetamíni í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík með aðstoð fíkniefnahunds þann 21. janúar. Það var síðan í gær sem tollvörður var handtekinn vegna málsins. Efnin voru send frá Danmörku, og hefur lögreglan hér rannsakað málið undanfarnar vikur í samstarfi við lögregluyfirvöld ytra sem og embætti tollstjórans í Reykjavík. Samstarfsmenn tollvarðarins eru beinlínis í áfalli vegna málsins og segja handtöku hans hafa verið eins og að fá kalda vatnsgusu í andlitið, eins og einn orðaði það. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur tollvörður er handtekinn vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. Tollvörðurinn var leiddur fyrir dómara í morgun og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Alls hafa níu verið handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar. Átta þeirra hafa sætt varðhaldi, og að tollverðinum meðtöldum sitja nú sex í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls. Rétt þykir að taka fram að grunsemdir lögreglu beinast aðeins að þeim tollverði sem nú sætir gæsluvarðhaldi en ekki að öðrum í starfsumhverfi hans svo sem hjá tolli eða póstinum. Ef tollvörðurinn verður fundinn sekur um brot í opinberu starfi og að hafa misnotað sér aðstöðu sína má hann eiga von á refsiþyngingu um allt að helming dóms vegna þess að hann er embættismaður hjá íslenska ríkinu. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Tengdar fréttir Tollvörður í gæsluvarðhald Sex einstaklingar sæta gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls, en tollgæslan fann rúmlega tuttugu kíló af fíkniefnum í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík. 21. febrúar 2013 16:12 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Tollvörður á fimmtugdaldri var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að smygli á tuttugu kílóum af amfetamíni til landsins. Samstarfsmenn mannsins eru í áfalli. Hann hefur aldrei áður komið við sögu lögreglu. Tollgæslan fann rúmlega 20 kíló af amfetamíni í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík með aðstoð fíkniefnahunds þann 21. janúar. Það var síðan í gær sem tollvörður var handtekinn vegna málsins. Efnin voru send frá Danmörku, og hefur lögreglan hér rannsakað málið undanfarnar vikur í samstarfi við lögregluyfirvöld ytra sem og embætti tollstjórans í Reykjavík. Samstarfsmenn tollvarðarins eru beinlínis í áfalli vegna málsins og segja handtöku hans hafa verið eins og að fá kalda vatnsgusu í andlitið, eins og einn orðaði það. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur tollvörður er handtekinn vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. Tollvörðurinn var leiddur fyrir dómara í morgun og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Alls hafa níu verið handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar. Átta þeirra hafa sætt varðhaldi, og að tollverðinum meðtöldum sitja nú sex í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls. Rétt þykir að taka fram að grunsemdir lögreglu beinast aðeins að þeim tollverði sem nú sætir gæsluvarðhaldi en ekki að öðrum í starfsumhverfi hans svo sem hjá tolli eða póstinum. Ef tollvörðurinn verður fundinn sekur um brot í opinberu starfi og að hafa misnotað sér aðstöðu sína má hann eiga von á refsiþyngingu um allt að helming dóms vegna þess að hann er embættismaður hjá íslenska ríkinu.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Tengdar fréttir Tollvörður í gæsluvarðhald Sex einstaklingar sæta gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls, en tollgæslan fann rúmlega tuttugu kíló af fíkniefnum í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík. 21. febrúar 2013 16:12 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Tollvörður í gæsluvarðhald Sex einstaklingar sæta gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls, en tollgæslan fann rúmlega tuttugu kíló af fíkniefnum í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík. 21. febrúar 2013 16:12