Flugdólgurinn í New York: Farþegar neituðu að bera vitni 5. janúar 2013 12:11 Nefnir New York Times til dæmis að farþegar hafi verið kærðir fyrir minni sakir svo sem að lakka á sér neglurnar eða neita að slökkva á farsíma sínum. Fréttir af íslenskum flugdólg sem var yfirbugaður og bundinn niður um borð í flugvél Icelandair í fyrradag eru meðal þeirra mest lesnu í mörgum erlendum fjölmiðlum. Talið er að maðurinn hafi ekki verið kærður þar sem farþegar neituðu að gefa skýrslu um ógnandi tilburði hans. Mynd af íslenskum manni sem farþegar og áhöfn um borð í flugvél Icelandair til New York á fimmtudag yfirbuguðu og tjóðruðu við sæti sitt með plast böndum og límbandi á fimmtudagskvöld hefur vakið heimsathygli en myndin sem tekin var af farþega í sömu sætaröð og maðurinn hefur verið birt ásamt frásögn farþega í mörgum stærstu fjölmiðlum heims á borð við CNN, Fox News og NBC. Eins og við sögðum frá í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var maðurinn mjög ölvaður og áreitti farþega í kringum sig með hótunum og ólátum. Þegar hann síðan tók sessunaut sinn kverkataki stukku farþegar í sætunum í kring á fætur og yfirbuguðu maninn auk þess sem áhöfn flugvélarinnar kom með plastbönd og límband til þess að binda manninn niður í sæti sitt og líma fyrir munninn á honum þar sem hann hrópaði sífellt að flugvélin myndi brotlenda og hrækti á fólkið í kringum sig. Bandarískir fjölmiðlar velta fyrir sér af hverju maðurinn var ekki handtekinn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á JFK flugvelli í New York var honum sleppt úr varðhaldi og sendur á spítala vegna áfengiseitrunar. Nefnir New York Times til dæmis að farþegar hafi verið kærðir fyrir minni sakir svo sem að lakka á sér neglurnar eða neita að slökkva á farsíma sínum. New York Post heldur því hins vegar fram að farþegar sem sátu hjá manninum hafi neitað að gefa yfirvöldum á flugvellinum skýrslu og því hafi ekki verið hægt að kæra hann. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í gær að hefð væri fyrir því að farþegar sem láta svona um borð í flugvélum félagsins séu kærðir en hins vegar hafi ekki verið tekin ákvörðun um slíkt í þessu tilfelli. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Fréttir af íslenskum flugdólg sem var yfirbugaður og bundinn niður um borð í flugvél Icelandair í fyrradag eru meðal þeirra mest lesnu í mörgum erlendum fjölmiðlum. Talið er að maðurinn hafi ekki verið kærður þar sem farþegar neituðu að gefa skýrslu um ógnandi tilburði hans. Mynd af íslenskum manni sem farþegar og áhöfn um borð í flugvél Icelandair til New York á fimmtudag yfirbuguðu og tjóðruðu við sæti sitt með plast böndum og límbandi á fimmtudagskvöld hefur vakið heimsathygli en myndin sem tekin var af farþega í sömu sætaröð og maðurinn hefur verið birt ásamt frásögn farþega í mörgum stærstu fjölmiðlum heims á borð við CNN, Fox News og NBC. Eins og við sögðum frá í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var maðurinn mjög ölvaður og áreitti farþega í kringum sig með hótunum og ólátum. Þegar hann síðan tók sessunaut sinn kverkataki stukku farþegar í sætunum í kring á fætur og yfirbuguðu maninn auk þess sem áhöfn flugvélarinnar kom með plastbönd og límband til þess að binda manninn niður í sæti sitt og líma fyrir munninn á honum þar sem hann hrópaði sífellt að flugvélin myndi brotlenda og hrækti á fólkið í kringum sig. Bandarískir fjölmiðlar velta fyrir sér af hverju maðurinn var ekki handtekinn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á JFK flugvelli í New York var honum sleppt úr varðhaldi og sendur á spítala vegna áfengiseitrunar. Nefnir New York Times til dæmis að farþegar hafi verið kærðir fyrir minni sakir svo sem að lakka á sér neglurnar eða neita að slökkva á farsíma sínum. New York Post heldur því hins vegar fram að farþegar sem sátu hjá manninum hafi neitað að gefa yfirvöldum á flugvellinum skýrslu og því hafi ekki verið hægt að kæra hann. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í gær að hefð væri fyrir því að farþegar sem láta svona um borð í flugvélum félagsins séu kærðir en hins vegar hafi ekki verið tekin ákvörðun um slíkt í þessu tilfelli.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira