Tíska og hönnun

Áhrif frá Miu Wallace og Mick Jagger

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Það er vitað mál að tískan fer sífellt í hringi, en á sýningum margra helstu hönnuða fyrir næsta haust voru áhrif níunda áratugarins allsráðandi í hárinu. Karl Lagerfeld notaðist fyri hanakamba úr lituðu loði fyrir Fendi, fyrirsætur hjá Marc Jacobs og Jean Paul Gaultier skörtuðu mölletti og við sáum áhrif frá hörkutólinu Miu Wallace úr kvikmyndinni Pulp Fiction hjá Louis Vuittton. Það er því deginum ljósara að við getum búist við skrautlegri hártísku með haustinu.

Karl Lagerfeld notaðist við hanakamba úr lituðu loði á sýningu Fendi.
Sleikt aftur hjá Balmain.
Tvílitt möllet hjá Jean Paul Gaultier
Möllet í anda Mick Jaggers hjá Marc Jacbos.
Versace.
Áhrif frá Miu Wallace úr Pulp Fiction hjá Louis Vuitton.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.