Fótbolti

Reina náði samkomulagi við Barcelona síðasta sumar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pepe Reina í leik með Napoli
Pepe Reina í leik með Napoli Mynd/Gettyimages
Miguel Reina, fyrrverandi markmaður Barcelona og faðir Pepe Reina hefur opinberað að sonur sinn komst að samkomulagi um að ganga til liðs við Barcelona síðasta sumar.

Pepe Reina kom upp úr unglingastarfi Barcelona fékk fá tækifæri hjá klúbbnum áður en hann færði sig til Villareal. Eftir þrjú ár hjá Villareal þar sem Reina spilaði meðal annars við FH í Kaplakrika skrifaði Reina undir hjá Liverpool árið 2005.

Reina spilaði alls 285 leiki á átta árum fyrir Liverpool og sló í gegn í herðbúðum rauða hersins. Eftir að Victor Valdes, núverandi markmaður Barcelona gaf út yfirlýsingu að hann myndi ekki endurnýja samning sinn við félagið voru spænskir fjölmiðlar fljótir að orða Reina við Barcelona. Valdes á aðeins eitt ár eftir af samningnum sínum við félagið og fer hann því frítt frá félaginu næsta sumar.

„Pepe var í viðræðum við Barcelona, hann var búinn að ná samkomulagi við félagið. Síðan ákvað Valdes að klára samning sinn hjá Barcelona áður en hann færi og ekkert varð úr kaupunum,"

Talið er að Reina sem er á láni hjá Napoli á þessu tímabili frá Liverpool sé eitt af helstu skotmörkum Barcelona næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×