Innlent

Réttað í máli Stúlku eftir helgi

Björk Eiðsdóttir, móðir Stúlku/Blævar.
Björk Eiðsdóttir, móðir Stúlku/Blævar.
Aðalmeðferð fer fram í máli Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur næstkomandi mánudag. Landsmenn, og raunar heimsbyggðin öll, þekkir Stúlku betur undir nafninu Blær. Eins og kunnugt er þá komst mannanafnanefndin að þeirri niðurstöðu að Stúlka mátti ekki heita Blær þar sem um karlkynsorð væri að ræða. Hún var engu að síður nefnd nafninu á sínum tíma.

Það eru þó konur á Íslandi sem bera nafnið, auk þess sem kvenkyns sögupersóna Halldórs Laxness bar nafnið í bókinni Brekkukotsannáll.

Sagan um Blæ fékk heimsathygli en allar helstu fréttastofur veraldar fjölluðu málið. Móðir Stúlku er Björk Eiðsdóttir, ritstjóri Séð og Heyrt. Í samtali við Vísi í upphafi nýs árs sagði hún:

„Mér finnst það náttúrlega eðli málsins samkvæmt frekar fáránlegt. Ég set alveg spurningarmerki við nöfn sem geta orðið börnum virkilega til ama. Það er kannski eðlilegt að það séu einhvers konar mörk, en það væru þá nöfn sem eru virkilega skaðleg. En nöfn sem eru hljómfögur og passa við beygingarkerfið og stafsetningu, mér finnst rosaleg geðþóttaákvörðun að banna þau."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×