"Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2013 21:24 Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. „Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi," sagði Emil Örn meðal annars í pistli sínum. Emil segist ósáttur við að öll umræða um opinn fund borgarstjóra með íbúum Grafarvogs hafi snúist um Sigurð Harðarson, sem gagnrýndi borgarstjóra harðlega á fundinum, og þá staðreynd að Sigurður sitji í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. „Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess," segir Emil Örn. Pistillinn vakti töluverða athygli á Vísi í dag. Fjölmargir hafa tjáð sig um pistilinn í ummælakerfinu en athygli flestra beinist að þeirri staðreynd að Emil Örn kallar borgarstjórann, best þekktan sem Jón Gnarr, Jón Gunnar Kristinsson. Emil Örn hefur svarað nokkrum gagnrýnendum í ummælakerfinu og viðurkennt mistök af sinni hálfu. „Ég hélt reyndar að Gnarr væri ek. gælunafn og fannst ég ekki þekkja borgarstjórann nógu vel til þess að nota það. Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn... mín mistök," segir í einu svara Emils Arnar. Þá spyr einn lesanda Vísis hvað Emil gangi til með því að kalla Jón Gnarr ekki sínu rétta nafni? Spyr hún hvort ekki sé um að ræða einn angann af eineltinu. Það sé siðlaust með öllu. „Gersamlega siðlaust, Benedikta... að kalla mann sem var skírður Gunnar Gunnar er náttúrulega siðlaust með öllu. Siðlausara en að ljúga upp á fólk ofbeldi og einelti og hvað það nú heitir allt saman..." Þá verður einum lesenda Vísis á og kallar Emil Örn, Emil Arnar, sem Emil kippir sér þó ekki upp við. „Ég heiti reyndar Emil Örn en ekki Emil Arnar... en ég sé enga ástæðu til þess að æsa mig upp yfir því..." Jón Gnarr var nefndur Jón Gunnar Kristinsson. Hann hefur þó breytt nafni sínu og er í dag skráður í þjóðskrá Jón Gnarr Kristinsson. Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. „Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi," sagði Emil Örn meðal annars í pistli sínum. Emil segist ósáttur við að öll umræða um opinn fund borgarstjóra með íbúum Grafarvogs hafi snúist um Sigurð Harðarson, sem gagnrýndi borgarstjóra harðlega á fundinum, og þá staðreynd að Sigurður sitji í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. „Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess," segir Emil Örn. Pistillinn vakti töluverða athygli á Vísi í dag. Fjölmargir hafa tjáð sig um pistilinn í ummælakerfinu en athygli flestra beinist að þeirri staðreynd að Emil Örn kallar borgarstjórann, best þekktan sem Jón Gnarr, Jón Gunnar Kristinsson. Emil Örn hefur svarað nokkrum gagnrýnendum í ummælakerfinu og viðurkennt mistök af sinni hálfu. „Ég hélt reyndar að Gnarr væri ek. gælunafn og fannst ég ekki þekkja borgarstjórann nógu vel til þess að nota það. Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn... mín mistök," segir í einu svara Emils Arnar. Þá spyr einn lesanda Vísis hvað Emil gangi til með því að kalla Jón Gnarr ekki sínu rétta nafni? Spyr hún hvort ekki sé um að ræða einn angann af eineltinu. Það sé siðlaust með öllu. „Gersamlega siðlaust, Benedikta... að kalla mann sem var skírður Gunnar Gunnar er náttúrulega siðlaust með öllu. Siðlausara en að ljúga upp á fólk ofbeldi og einelti og hvað það nú heitir allt saman..." Þá verður einum lesenda Vísis á og kallar Emil Örn, Emil Arnar, sem Emil kippir sér þó ekki upp við. „Ég heiti reyndar Emil Örn en ekki Emil Arnar... en ég sé enga ástæðu til þess að æsa mig upp yfir því..." Jón Gnarr var nefndur Jón Gunnar Kristinsson. Hann hefur þó breytt nafni sínu og er í dag skráður í þjóðskrá Jón Gnarr Kristinsson.
Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00