Enski boltinn

Swansea í úrslit deildabikarsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Swansea tryggði sér sæti í úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í fyrsta sinn í meira en 100 ára sögu félagsins. Liðið vann Chelsea í undanúslitum, samanlagt 2-0.

Leiknum í kvöld lauk með markalausu jafntefli en hann fór fram á heimavelli Swansea, sem vann fyrri leikinn í Lundúnum með tveimur mörkum gegn engu.

Michu og Wayne Routledge fengu góð færi til að koma Swansea yfir í fyrri hálfleik, sem og Demba Ba fyrir Chelsea.

Minna var um góð færi í síðari hálfleik en eftir að Eden Hazard fékk rautt spjald fyrir að sparka í boltastrák undir lok leiksins var staða Swansea góð.

Swansea mætir D-deildarliðinu Bradford í úrslitum keppninnar í næsta mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×