Erlent

„Því er haldið fram að ég sé verri en Osama bin Laden"

Francesco Schettino og Costa Concordia
Francesco Schettino og Costa Concordia MYND/AFP
„Því hefur verið haldið fram að ég sé verri en Osama bin Laden." Þetta sagði Francesco Schettino, fyrrverandi skipstjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia sem strandaði undan strönd Toskana á Ítalíu í janúar á síðasta ári.

Alls fórust 32 í sjóslysinu en rúmlega fjögur þúsund farþegar og skipverjar voru um borð í Costa Concordia þegar strandaði.

Viðbrögð Francesco hafa verið harðlega gagnrýnd. Hann fór frá skipinu þegar farþegar voru þar enn um borð og fyrirskipaði hann ekki rýmingu fyrr en halli skipsins gerði það að verkum að ekki tókst að koma sumum björgunarbátum niður úr skipinu.

Í samtali við ítalska fjölmiðla í dag sagði Francesco að of mikið hefði verið gert úr hans hlut í strandinu. Hann hefur þó viðurkennt að ýmis mistök hafi verið gerð.

„Ég harma það sem gerðist," sagði Francesco. „Eftir að Titanic sökk í sæ voru gerðar breytingar á regluverkinu. Og nú, eftir Costa Concordia, er aftur þörf á breytingum."

Skipstjórinn, sem einnig hefur verið kallaður Kafteinn klúður, var dæmdur í stofufangelsi í kjölfar slyssins. Grunur lék á að hann hefði breytt siglingaleið Costa Concordia í leyfisleysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×