Þýska B-deildarliðið 1860 München gaf það út á heimasíðu sinni í gær að Svíinn Sven-Göran Eriksson væri orðinn aðstoðarþjálfari liðsins. Svíinn segist koma af fjöllum.
Eriksson segist ekki hafa rætt við forráðamenn félagsins í sex vikur og skilji því ekki af hverju félagið sé að gefa það út að hann sé orðinn aðstoðarþjálfari.
Hann viðurkennir þó að ekki hafi verið búið að ljúka viðræðum og ekki sé loku fyrir það skotið að hann muni starfa fyrir félagið. Það sé þó langt í að samningar takist.
Sven hefur verið á faraldsfæti undanfarin ár og ekkert enst í starfi svo árum skiptir.
Fótbolti