Erlent

Minntust þeirra sem létust í strandi Costa Concordia

MYND/ap
Eitt ár er liðið frá því að ítalska skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði undan strönd Toscana á vesturströnd Ítalíu.

Rúmlega 4.200 manns, af 60 þjóðernum, voru um borð í skipinu þegar það steytti á skeri við innsiglinguna í Giglio Port. Alls týndu 32 lífinu í slysinu.

Eftirlifendur og fjölskyldur minntust fórnarlambanna í dag með sérstakri athöfn.

Flak Costa Concordia liggur enn í innsiglingunni. Það verður ekki hlutað niður eins og hugmyndir voru um enda er svæðið friðlýst. Þess í stað verður flakinu lyft upp og dregið til hafnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×