„Menn héldu að við værum rosaleg illmenni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2013 10:48 Aðspurður hvort DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína á sínum tíma segir Jónas að menn velti alltaf hlutunum fyrir sér í starfi á fjölmiðlum. Vísir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV, fagnar viðtölum Kastljóss við Eirík Guðberg Stefánsson og Hilmar Örn Þorbjörnsson í gærkvöldi. Jónas deildi ritstjórastöðu hjá DV með Mikael Torfasyni þegar dagblaðið fjallaði um misnotkun Gísla Hjartarsonar á Ísafirði gagnvart tveimur drengjum á táningsaldri. Gísli tók eigið líf sama dag og DV birti umfjöllun sína. Óhætt er að segja að mikil reiði hafi ríkt í þjóðfélaginu sem að skiptist í tvær fylkingar. „Við týndumst bara, það snerist allt um „helvítis DV og aumingja maðurinn“,“ sagði Hilmar Örn í viðtalinu við Kastljós í gær. Eiríkur og Hilmar sáu hvor sína hliðina á peningnum varðandi fréttaumfjöllun Dv. Hilmar telur að DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína en Eiríkur sagði það engu máli skipta. „Þeir áttu alveg fullan rétt á að skrifa um hann því hann gerði það sem hann gerði,“ sagði Eiríkur í viðtalinu. Aðspurður hvort DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína á sínum tíma segir Jónas að menn velti alltaf hlutunum fyrir sér í starfi á fjölmiðlum. „Það er stærri ákvörðun finnst mér að birta ekki en að birta. Ef upplýsingar eru til og þær ekki birtar þá fyrst eru menn farnir að leika guð. Sá sem að birtir upplýsingar sem eru til, hann er ekki að ákveða neitt. Bara að vinna vinnuna sína. Það er stærri ákvörðun að velja að fólk megi ekki vita eitthvað. Það er partur af þessu þöggunarsamfélagi,“ segir Jónas. Hann telur þöggunarsamfélagið enn fyrir hendi á Íslandi þótt ástandið sé skárra en á tíma Ísafjarðarmálsins.Myndum gera þetta alveg eins í dag „Menn héldu að við værum rosaleg illmenni,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um að rifja upp málið sem varð til þess að Jónas og Mikael sögðu upp störfum sem ritstjórar DV. Hann segir marga stjórnmálamenn til að mynda hafa talað alvarlega af sér. „Stjórnmálamenn voru að fiska atkvæði í gruggugu vatni eins og stjórnmálamenn gerðu svo oft,“ segir Jónas. Hann segir þá Mikael aldrei hafa efast um að DV hefði farið með rétt mál þrátt fyrir skiptar skoðanir landsmanna. „Við höfðum legið á þessu um skeið. Við vissum að hann (innsk: Gísli Hjartarson) hafði verið kallaður til yfirheyrslu. Það var engin flökkusaga. Það var staðreynd,“ segir Jónas. Hann bendir á að vandvirkni hafi verið sérstaklega mikil við umfjöllun um málið viðkvæma. „Við vissum að þetta var rétt mál og vönduðum okkur óvenjulega mikið við að skrifa fréttina. Ef þetta kæmi upp í dag myndum við gera þetta alveg eins.“Frelsaðist frá daglegu amstri fréttamennskunnar Jónas lítur á björtu hliðar málsins. Uppsögnin á DV varð til þess að hann hafi getað sinnt öðrum hlutum sem hann hefði annars ekki fengið tækifæri til. Hann hafi verið ritstjóri í fjörutíu ár og það sé nægilega langur ferill í faginu. „Heimurinn missti ekki rosalega mikið þótt mennirnir (innsk: Jónas og Mikael) hættu í starfi. Enda fékk ég tækifæri til þess að sinna öðrum hlutum sem ég hefði annars ekki haft tækifæri til. Ég fór í háskólakennslu og Mikael fór að skrifa bækur eins og hann hafði gert áður.“ Jónas hefur haft nóg fyrir stafni undanfarin ár. Hann sneri sér að kennslu í blaðamennsku við Háskólann í Reykjavík og í fyrra skrifaði hann bók um fornar þjóðleiðir sem vakti mikla lukku. „Ég hefði aldrei farið út í svona stórt verk meðfram vinnu við fjölmiðil,“ segir Jónas sem vinnur að því í dag að koma kennslufyrirlestrum sínum í blaðamennsku á myndbandsform. „Þessu verður pakkað saman og sett í námskeið á þessu ári. Þetta er feiknalega mikil vinna. Það hefði aldrei orðið af þessu hefði ég ekki frelsast frá daglegu amstri fréttamennskunnar.“Viðtal Kastljóss við Eirík og Hilmar má sjá hér. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Strákarnir í Ísafjarðarmálinu stíga fram: "Það snérist allt um helvítis DV og aumingja maðurinn" Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. 22. janúar 2013 20:31 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV, fagnar viðtölum Kastljóss við Eirík Guðberg Stefánsson og Hilmar Örn Þorbjörnsson í gærkvöldi. Jónas deildi ritstjórastöðu hjá DV með Mikael Torfasyni þegar dagblaðið fjallaði um misnotkun Gísla Hjartarsonar á Ísafirði gagnvart tveimur drengjum á táningsaldri. Gísli tók eigið líf sama dag og DV birti umfjöllun sína. Óhætt er að segja að mikil reiði hafi ríkt í þjóðfélaginu sem að skiptist í tvær fylkingar. „Við týndumst bara, það snerist allt um „helvítis DV og aumingja maðurinn“,“ sagði Hilmar Örn í viðtalinu við Kastljós í gær. Eiríkur og Hilmar sáu hvor sína hliðina á peningnum varðandi fréttaumfjöllun Dv. Hilmar telur að DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína en Eiríkur sagði það engu máli skipta. „Þeir áttu alveg fullan rétt á að skrifa um hann því hann gerði það sem hann gerði,“ sagði Eiríkur í viðtalinu. Aðspurður hvort DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína á sínum tíma segir Jónas að menn velti alltaf hlutunum fyrir sér í starfi á fjölmiðlum. „Það er stærri ákvörðun finnst mér að birta ekki en að birta. Ef upplýsingar eru til og þær ekki birtar þá fyrst eru menn farnir að leika guð. Sá sem að birtir upplýsingar sem eru til, hann er ekki að ákveða neitt. Bara að vinna vinnuna sína. Það er stærri ákvörðun að velja að fólk megi ekki vita eitthvað. Það er partur af þessu þöggunarsamfélagi,“ segir Jónas. Hann telur þöggunarsamfélagið enn fyrir hendi á Íslandi þótt ástandið sé skárra en á tíma Ísafjarðarmálsins.Myndum gera þetta alveg eins í dag „Menn héldu að við værum rosaleg illmenni,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um að rifja upp málið sem varð til þess að Jónas og Mikael sögðu upp störfum sem ritstjórar DV. Hann segir marga stjórnmálamenn til að mynda hafa talað alvarlega af sér. „Stjórnmálamenn voru að fiska atkvæði í gruggugu vatni eins og stjórnmálamenn gerðu svo oft,“ segir Jónas. Hann segir þá Mikael aldrei hafa efast um að DV hefði farið með rétt mál þrátt fyrir skiptar skoðanir landsmanna. „Við höfðum legið á þessu um skeið. Við vissum að hann (innsk: Gísli Hjartarson) hafði verið kallaður til yfirheyrslu. Það var engin flökkusaga. Það var staðreynd,“ segir Jónas. Hann bendir á að vandvirkni hafi verið sérstaklega mikil við umfjöllun um málið viðkvæma. „Við vissum að þetta var rétt mál og vönduðum okkur óvenjulega mikið við að skrifa fréttina. Ef þetta kæmi upp í dag myndum við gera þetta alveg eins.“Frelsaðist frá daglegu amstri fréttamennskunnar Jónas lítur á björtu hliðar málsins. Uppsögnin á DV varð til þess að hann hafi getað sinnt öðrum hlutum sem hann hefði annars ekki fengið tækifæri til. Hann hafi verið ritstjóri í fjörutíu ár og það sé nægilega langur ferill í faginu. „Heimurinn missti ekki rosalega mikið þótt mennirnir (innsk: Jónas og Mikael) hættu í starfi. Enda fékk ég tækifæri til þess að sinna öðrum hlutum sem ég hefði annars ekki haft tækifæri til. Ég fór í háskólakennslu og Mikael fór að skrifa bækur eins og hann hafði gert áður.“ Jónas hefur haft nóg fyrir stafni undanfarin ár. Hann sneri sér að kennslu í blaðamennsku við Háskólann í Reykjavík og í fyrra skrifaði hann bók um fornar þjóðleiðir sem vakti mikla lukku. „Ég hefði aldrei farið út í svona stórt verk meðfram vinnu við fjölmiðil,“ segir Jónas sem vinnur að því í dag að koma kennslufyrirlestrum sínum í blaðamennsku á myndbandsform. „Þessu verður pakkað saman og sett í námskeið á þessu ári. Þetta er feiknalega mikil vinna. Það hefði aldrei orðið af þessu hefði ég ekki frelsast frá daglegu amstri fréttamennskunnar.“Viðtal Kastljóss við Eirík og Hilmar má sjá hér.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Strákarnir í Ísafjarðarmálinu stíga fram: "Það snérist allt um helvítis DV og aumingja maðurinn" Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. 22. janúar 2013 20:31 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Strákarnir í Ísafjarðarmálinu stíga fram: "Það snérist allt um helvítis DV og aumingja maðurinn" Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. 22. janúar 2013 20:31