Einar Boom vill fá afsökunarbeiðni 31. janúar 2013 17:25 Einar Boom Marteinsson þegar hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári. „Mér finnst að þeir sem komu að málinu, lögregla og ákæruvald, ættu að biðja mig opinberlega afsökunar," segir Einar Ingi Marteinsson, eða Einar Boom eins og hann er að öllu jafnaði kallaður. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í dag en hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári fyrir að skipuleggja hrottafengna árás á unga konu jólin 2011. Þá var Einar foringi vélhjólasamtakanna Hells Angels sem ríkislögreglustjóri hefur skilgreint opinberlega sem glæpasamtök. Andrea Unnarsdóttir var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir brotið en Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm hennar um heilt ár. Hún skipulagði árásina. Um var að ræða persónulegt uppgjör milli hennar og fórnarlambsins. Lögreglan taldi í fyrstu að árásin væri runnin undan rifjum Hells Angelsi en það var þó ekki sannað og var litið svo á að um persónulega deilu hafi verið að ræða á milli Andreu og fórnarlambsins, sem varð til þess að hún fékk þá Jón Ólafsson, sem er kærasti Andreu, Elías Valdimar Jónsson og Óttar Gunnarsson, til þess að aðstoða sig við árásina. Refsing Óttars var þyngd um eitt og hálft ár, eða í fjögur ár, sem er mesta þyngingin. Kærasti Andreu, Jón, fékk fjögurra og hálfs árs fangelsi, en hann fékk fjögurra ára fangelsi í héraði. Dómur yfir Elíasi Jónssyni var einnig þyngdur úr fjögurra ára fangelsi í fjögur og hálft ár. Þau voru hinsvegar öll sýknuð af kynferðisbroti gegn konunni. Einn hæstaréttardómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði inn sérákvæði vegna þessa, og vildi sakfella fyrir kynferðisbrotið. Einar er að vonum sáttur við niðurstöðuna en hann og einn annar karlmaður, einnig tengdur við Hells Angels, voru sýknaðir. „Ég er að fara yfir stöðuna með lögfræðingi mínum, við erum að skoða málshöfðun gegn ríkinu," segir Einar sem sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins í sex mánuði. Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Mér finnst að þeir sem komu að málinu, lögregla og ákæruvald, ættu að biðja mig opinberlega afsökunar," segir Einar Ingi Marteinsson, eða Einar Boom eins og hann er að öllu jafnaði kallaður. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í dag en hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári fyrir að skipuleggja hrottafengna árás á unga konu jólin 2011. Þá var Einar foringi vélhjólasamtakanna Hells Angels sem ríkislögreglustjóri hefur skilgreint opinberlega sem glæpasamtök. Andrea Unnarsdóttir var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir brotið en Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm hennar um heilt ár. Hún skipulagði árásina. Um var að ræða persónulegt uppgjör milli hennar og fórnarlambsins. Lögreglan taldi í fyrstu að árásin væri runnin undan rifjum Hells Angelsi en það var þó ekki sannað og var litið svo á að um persónulega deilu hafi verið að ræða á milli Andreu og fórnarlambsins, sem varð til þess að hún fékk þá Jón Ólafsson, sem er kærasti Andreu, Elías Valdimar Jónsson og Óttar Gunnarsson, til þess að aðstoða sig við árásina. Refsing Óttars var þyngd um eitt og hálft ár, eða í fjögur ár, sem er mesta þyngingin. Kærasti Andreu, Jón, fékk fjögurra og hálfs árs fangelsi, en hann fékk fjögurra ára fangelsi í héraði. Dómur yfir Elíasi Jónssyni var einnig þyngdur úr fjögurra ára fangelsi í fjögur og hálft ár. Þau voru hinsvegar öll sýknuð af kynferðisbroti gegn konunni. Einn hæstaréttardómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði inn sérákvæði vegna þessa, og vildi sakfella fyrir kynferðisbrotið. Einar er að vonum sáttur við niðurstöðuna en hann og einn annar karlmaður, einnig tengdur við Hells Angels, voru sýknaðir. „Ég er að fara yfir stöðuna með lögfræðingi mínum, við erum að skoða málshöfðun gegn ríkinu," segir Einar sem sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins í sex mánuði. Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira