NBA í nótt: Breyttur Kobe og Lakers vann þriðja leikinn í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2013 09:04 Kobe Bryant í leiknum í nótt. Mynd/AP Kobe Bryant hélt áfram að spila fyrir liðsfélaga sína í LA Lakers og liðið vann góðan sigur á New Orleans á heimavelli, 111-106. Þetta var þriðji sigur Lakers í röð á tímabilinu en það er í fyrsta sinn í fimm vikur sem liðið vinnur svo marga leiki í röð. Lakers er þó enn í tíunda sæti Vesturdeildarinnar en mjakast með þessu áframhaldi nær sæti í úrslitakeppninni. Kobe Bryant skoraði fjórtán stig og var með ellefu stoðsendingar. Hann átti reyndar fleiri skottilraunir utan af velli en stoðsendingar en með þessu áframhaldi er alveg eins líklegt að hitt verði ofan á í næstu leikjum. Bryant var með fjórtán stoðsendingar í báðum hinum sigurleikjunum en þessi breytti líkstíll hefur haft mikil og góð áhrif á Lakers, sem átti skelfilegu gengi að fagna framan af móti. Bryant hefur því alls átt 39 stoðsendingar í síðustu þremur leikjum. Hann hefur aldrei áður náð slíkum fjölda innan þriggja leikja á sínum sautján ára ferli í NBA-deildinni. „Þetta gengur nokkuð vel," sagði hann. „Það er mjög auðvelt fyrir mig að líta yfir vörn andstæðingsins og vita hvaðan þeir eru að koma. Svo bara stilli ég mínum mönnum upp á réttan hátt og við göngum frá þessu." Lakers var með forystu lengst af í leiknum en New Orleans kom til baka undir lokin með frábærum 24-1 spretti. Minnstur varð munurinn í stöðunni 102-101 en þá setti Steve Nash niður mikilvægan þrist og Lakers kláraði leikinn. Earl Clark var með 20 stig og tólf fráköst fyrir Lakers en stigahæstur hjá New Orleans var Eric Gordon með 25 stig. Portland vann Dallas, 106-104, þar sem LaMarcus Aldridge tryggði sínum mönnum sigursins með flautukörfu í lok leiksins. Portland lenti mest 21 stigi undir í leiknum en það var í þriðja leikhluta. Aldridge var alls með 29 stig og þrettán fráköst. Dirk Nowitzky var með 26 stig fyrir Dallas.Úrslit næturinnar: Cleveland - Golden State Detroit - Milwaukee 90-117 Portland - Dallas 106-104 LA Lakers - New Orleans 111-106 NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Kobe Bryant hélt áfram að spila fyrir liðsfélaga sína í LA Lakers og liðið vann góðan sigur á New Orleans á heimavelli, 111-106. Þetta var þriðji sigur Lakers í röð á tímabilinu en það er í fyrsta sinn í fimm vikur sem liðið vinnur svo marga leiki í röð. Lakers er þó enn í tíunda sæti Vesturdeildarinnar en mjakast með þessu áframhaldi nær sæti í úrslitakeppninni. Kobe Bryant skoraði fjórtán stig og var með ellefu stoðsendingar. Hann átti reyndar fleiri skottilraunir utan af velli en stoðsendingar en með þessu áframhaldi er alveg eins líklegt að hitt verði ofan á í næstu leikjum. Bryant var með fjórtán stoðsendingar í báðum hinum sigurleikjunum en þessi breytti líkstíll hefur haft mikil og góð áhrif á Lakers, sem átti skelfilegu gengi að fagna framan af móti. Bryant hefur því alls átt 39 stoðsendingar í síðustu þremur leikjum. Hann hefur aldrei áður náð slíkum fjölda innan þriggja leikja á sínum sautján ára ferli í NBA-deildinni. „Þetta gengur nokkuð vel," sagði hann. „Það er mjög auðvelt fyrir mig að líta yfir vörn andstæðingsins og vita hvaðan þeir eru að koma. Svo bara stilli ég mínum mönnum upp á réttan hátt og við göngum frá þessu." Lakers var með forystu lengst af í leiknum en New Orleans kom til baka undir lokin með frábærum 24-1 spretti. Minnstur varð munurinn í stöðunni 102-101 en þá setti Steve Nash niður mikilvægan þrist og Lakers kláraði leikinn. Earl Clark var með 20 stig og tólf fráköst fyrir Lakers en stigahæstur hjá New Orleans var Eric Gordon með 25 stig. Portland vann Dallas, 106-104, þar sem LaMarcus Aldridge tryggði sínum mönnum sigursins með flautukörfu í lok leiksins. Portland lenti mest 21 stigi undir í leiknum en það var í þriðja leikhluta. Aldridge var alls með 29 stig og þrettán fráköst. Dirk Nowitzky var með 26 stig fyrir Dallas.Úrslit næturinnar: Cleveland - Golden State Detroit - Milwaukee 90-117 Portland - Dallas 106-104 LA Lakers - New Orleans 111-106
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira