Vera FBI-manna sögð grafalvarlegt mál Karen Kjartansdóttir skrifar 7. febrúar 2013 18:49 Svo virðist sem að bandarískir alríkislögreglumenn hafi verið hér að störfum í fimm daga vegna Wikileaks án eftirlits íslenskra stjórnvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir það blasa við að málið þarfnist frekari skoðunar. Áhyggjuefni sé að erlendir lögreglumenn starfi í öðru landi án eftirlits enda felist kjarninn í fullveldi ríkja í því að geta sett lög og reglur á eigin landssvæði. Samstarf íslenskra lögreglumanna við bandarísku alríkislögregluna FBI, vegna gruns um tölvuárásar Wikileaks á íslenska stjórnarráðið, virðist hafa staðið yfir í um tvo mánuði. Allt þar til innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, synjaði alríkisfulltrúunum um réttarbeiðni til þess að athafna sig hér á landi. Engu að síður virðast mennirnir hafa starfað hér í fimm daga eftir að þeim var synjað um heimildina og íslenskir lögreglumenn höfðu dregið sig úr málinu. Og voru þeir því að störfum hér á landi án eftirlits íslenskra yfirvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands, sem útkskrifaðist frá Oxford-háskóla með áherslu á réttar- og stjórnskipunarrétt, segir slíkt athæfi alvarlegt og því þarfnist málið athugunar. „Kjarninn í fullveldi ríkja er sá að réttur að setja lög og reglur á eigin landssvæði og svo framfylgja þessum lögum. Almennt er það þá þannig að á Íslandi starfa þá íslenskir lögreglumenn en ekki erlendir að rannsókn mála," segir Hafsteinn Þór Hauksson. Hafsteinn segir að vissulega séu til undantekningar, til dæmis geti ríki óskað eftir samstarfi við önnur ríki á grundvelli réttarbeiðna. Þannig gætu íslensk stjórnvöld til dæmis óskað eftir samstarfi við erlent ríki ef þau grunuðu íslending sem þar væri staddur um að tengjast lögbrotum á grundvelli réttarbeiðna. En jafnvel þótt slíkt samstarf eigi sér stað þá ber heimaríkið mjög ríka ábyrgð á því að að lögum sé réttilega framfylgt og staðið sé vörð um réttindi sakborninga eða annarra sem koma að málum. Miðað við að svo virðist sem alríkislögregumennirnir hafi starfað hér án eftirlits virðist því umsjón íslenskra yfirvalda hafa verið ábótavant. „Ef það hefur gerst þannig að að erlendir lögreglumenn hafi verið að framkvæma lögreglurannsóknir án fullnægjandi heimilda og jafnvel í óþökk og trássi við skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum þá væri það mjög alvarlegt mál," segir Hafsteinn. En einnig þurfi að kanna hvort íslensk stjórnvöld hafi gert mistök í þessu máli. „Ef ráðherra hefur hugsanlega tekið íslenska lögreglumenn út úr rannsókn málsins en ekki gætt að því að hafa eftirlit með erlendum lögregumönnum sem hér voru enn að störfum hér að landi þá þá væri það líka áhyggjuefni því hér eiga erlendir lögreglumenn vitanlega ekki að vera að starfa og rannsaka Íslendinga án aðkomu íslenskra yfirvalda." Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Svo virðist sem að bandarískir alríkislögreglumenn hafi verið hér að störfum í fimm daga vegna Wikileaks án eftirlits íslenskra stjórnvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir það blasa við að málið þarfnist frekari skoðunar. Áhyggjuefni sé að erlendir lögreglumenn starfi í öðru landi án eftirlits enda felist kjarninn í fullveldi ríkja í því að geta sett lög og reglur á eigin landssvæði. Samstarf íslenskra lögreglumanna við bandarísku alríkislögregluna FBI, vegna gruns um tölvuárásar Wikileaks á íslenska stjórnarráðið, virðist hafa staðið yfir í um tvo mánuði. Allt þar til innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, synjaði alríkisfulltrúunum um réttarbeiðni til þess að athafna sig hér á landi. Engu að síður virðast mennirnir hafa starfað hér í fimm daga eftir að þeim var synjað um heimildina og íslenskir lögreglumenn höfðu dregið sig úr málinu. Og voru þeir því að störfum hér á landi án eftirlits íslenskra yfirvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands, sem útkskrifaðist frá Oxford-háskóla með áherslu á réttar- og stjórnskipunarrétt, segir slíkt athæfi alvarlegt og því þarfnist málið athugunar. „Kjarninn í fullveldi ríkja er sá að réttur að setja lög og reglur á eigin landssvæði og svo framfylgja þessum lögum. Almennt er það þá þannig að á Íslandi starfa þá íslenskir lögreglumenn en ekki erlendir að rannsókn mála," segir Hafsteinn Þór Hauksson. Hafsteinn segir að vissulega séu til undantekningar, til dæmis geti ríki óskað eftir samstarfi við önnur ríki á grundvelli réttarbeiðna. Þannig gætu íslensk stjórnvöld til dæmis óskað eftir samstarfi við erlent ríki ef þau grunuðu íslending sem þar væri staddur um að tengjast lögbrotum á grundvelli réttarbeiðna. En jafnvel þótt slíkt samstarf eigi sér stað þá ber heimaríkið mjög ríka ábyrgð á því að að lögum sé réttilega framfylgt og staðið sé vörð um réttindi sakborninga eða annarra sem koma að málum. Miðað við að svo virðist sem alríkislögregumennirnir hafi starfað hér án eftirlits virðist því umsjón íslenskra yfirvalda hafa verið ábótavant. „Ef það hefur gerst þannig að að erlendir lögreglumenn hafi verið að framkvæma lögreglurannsóknir án fullnægjandi heimilda og jafnvel í óþökk og trássi við skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum þá væri það mjög alvarlegt mál," segir Hafsteinn. En einnig þurfi að kanna hvort íslensk stjórnvöld hafi gert mistök í þessu máli. „Ef ráðherra hefur hugsanlega tekið íslenska lögreglumenn út úr rannsókn málsins en ekki gætt að því að hafa eftirlit með erlendum lögregumönnum sem hér voru enn að störfum hér að landi þá þá væri það líka áhyggjuefni því hér eiga erlendir lögreglumenn vitanlega ekki að vera að starfa og rannsaka Íslendinga án aðkomu íslenskra yfirvalda."
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira