Erlent

Eignaðist barn tvisvar á átta mánuðum

Claire Ormrod ásamt eignmanni sínum og börnunum sínum, Gareth og Alice.
Claire Ormrod ásamt eignmanni sínum og börnunum sínum, Gareth og Alice.
Tuttugu og sex ára gömul bresk kona eignaðist barn tvisvar á átta mánuðum - og börnin eru ekki tvíburar.

Konan, sem er frá Wales, heitir Claire Ormrod eignaðist dóttur sína Alice þegar hún einungis komin 25 vikur á leið, eða rúmlega sex mánuði. Þetta var 6. desember árið 2011. Í fyrstu var talið að Alice hefði það ekki af og var mjög veik fyrstu dagana. En allt fór þó vel að lokum og þroskaðist hún á eðlilegan hátt.

En sjö vikum síðar varð Ormrod aftur ófrísk, þrátt fyrir að vera á getnaðarvarnarpillunni. Átta mánuðum síðar eða í september árið 2012 kom sonur hennar Gareth í heiminn, eftir 29 vikur, eða rúmlega sjö mánuði.

„Í sannleika sagt varð ég alveg skíthrædd þegar ég komst að því að ég væri ófrísk á nýjan leik," segir Ormrod í samtali við Telegraph. „Læknirinn ráðlagði mér að fara í fóstureyðingu, ég myndi drepa sjálfa mig og barnið, og það væri alls ekki sanngjarnt að ég þyrfti að ganga í gegnum þetta. En ég stóð fast á mínu og sagðist ætla að eignast barnið," segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×