Viðskipti innlent

Samið um verkeftirlit með Vaðlaheiðargöngum.

Myndin var tekin við undirskriftina. Nöfn frá hægri til vinstri. Pétur Þór Jónasson í stjórn Vaðlaheiðaganga, Jón Haukur Steingrímsson frá EFLU verkfræðistofu, Björn Harðarsson frá GeoTek, Huginn Þorsteinsson stjórn Vaðlaheiðaganga, Birgir Guðmundsson umdæmisstjóri vegagerðarinnar á Norðurlandi og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.
Myndin var tekin við undirskriftina. Nöfn frá hægri til vinstri. Pétur Þór Jónasson í stjórn Vaðlaheiðaganga, Jón Haukur Steingrímsson frá EFLU verkfræðistofu, Björn Harðarsson frá GeoTek, Huginn Þorsteinsson stjórn Vaðlaheiðaganga, Birgir Guðmundsson umdæmisstjóri vegagerðarinnar á Norðurlandi og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.
Í dag var undirritaður samningur milli Vaðlaheiðarganga hf og EFLU verkfræðistofu um verkeftirlit með framkvæmd Vaðlaheiðarganga.

Eftirlitssamningurinn var gerður samhliða frágangi samnings Vaðlaheiðarganga hf við ÍAV og svissneska verktakann Marti um gerð ganganna. EFLA gerði tilboð í eftirlitsverkið í samvinnu við GeoTek og Verkfræðistofu Norðurlands.

Að jafnaði munu 3-5 starfsmenn vinna að eftirlitinu á verktímanum. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í apríl næstkomandi og sjálf gangagerðin hefjist í júlí 2013.

Vaðlaheiðagöng verða 7 og hálfs kílómetra löng og munu stytta hringveginn um 16 kílómetra. Stefnt er að því að Vaðlaheiðargöng verði formlega tekin í notkun í desember 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×