Tíska og hönnun
Alexander Mcqueen-kjóll draumurinn
Íris Telma Jónsdóttir snyrtifræðingur deilir með Lífinu uppáhalds flíkinni sinni.
Uppáhaldsflíkin þín? Gráa kanínuskinnsvestið mitt.
Af hverju? Það gengur bara alltaf, ég er búin að eiga það ótrúlega lengi og nota það svo mikið að það er orðið hálf sköllótt.
Hvaðan er flíkin? Frá Portobello-markaðnum.
Hvenær klæddistu henni síðast? Ég er voða mikið í þessari flík, allavega svona tvisvar sinnum í viku. Ég get notað hana í hvernig veðri sem er, yfir peysu eða leðurjakka, virkar einhvern veginn bara alltaf.
Hvað er það síðasta sem þú keyptir í fataskápinn? Ég keypti mér mjög spes vintage-peysu, opna í bakið, á ebay, voðalega fín og svo keypti ég mér reyndar líka skó, hrikalega töffaralega Jeffrey.
Draumaflíkin? Alexander Mcqueen-kjóllinn hennar Kate Hudson sem hún var í á Golden Globe þetta árið.