Þetta er bara fótbolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 21. mars 2013 16:15 Hannes Þór Halldórsson Mynd/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður á ekki von á öðru en að hann verði í byrjunarliði Íslands gegn Slóveníu á morgun. Hann hefur hagað öllu sínu undirbúningstímabili á Íslandi með þennan leik í huga. Liðin mætast þá í undankeppni HM 2014 en leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Hvorugt hefur í raun efni á að tapa. Landsliðið hefur haldið til í Ljubljana alla vikuna og undirbúið sig að kappi fyrir leikinn. Hannesi líkar vistin vel. „Það þarf ekki mikið til að venjast lífinu í Slóveníu. Þetta er eins og hvert annað land og okkur líður vel hérna," sagði Hannes Þór en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Við erum bjartsýnir og brattir." Allir þrír markverðir Íslands í þessari ferð spila í Pepsi-deildinni en allir aðrir leikmenn landsliðsins spila í atvinnumannadeildum í Evrópu. Hannes segir eðlilega vera mun á því að æfa með landsliðinu og liði sínu, KR, sem er á miðju undirbúningstímabili á Íslandi. „Maður finnur alltaf smá mun á því að koma á landsliðsæfingar enda eru þetta bestu leikmenn þjóðarinnar. En þetta er bara fótbolti á endanum og allt sama tóbakið," segir Hannes og brosir. „En formið á mér er mjög gott og hef ég hagað mínu undirbúningstímabili með þennan leik í huga. Allt hefur miðað að því að vera í toppstandi á þessum tímapunkti. Enda er ég í miklu betra formi en ég er vanur að vera í á þessum árstíma og klár í slaginn." Hannes hefur verið aðalmarkvörður liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og segist finna fyrir vissu trausti. „Það er eins komið fram við alla markverði í liðinu og aldrei hver er að fara spila fyrirfram. Ég finn þó fyrir ákveðnu trausti og reikna með því að spila leikinn á morgun. Ég lít á það sem svo að ég sé aðalmarkvörðurinn í þessu liði." Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, fær nú að kynnast lífinu með A-landsliði karla í fyrsta sinn en Hannes segir að honum hafi gengið vel á æfingum með sér og Gunnleifi Gunnleifssyni, markverði Breiðabliks. „Ömmi er mjög flottur markvörður og er fljótur að stíga inn í þetta umhverfi. Hann hefur staðið sig mjög vel enda markvörður sem er með allan pakkann og getur náð mjög langt. Það er gaman að fylgjast með honum hér." Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður á ekki von á öðru en að hann verði í byrjunarliði Íslands gegn Slóveníu á morgun. Hann hefur hagað öllu sínu undirbúningstímabili á Íslandi með þennan leik í huga. Liðin mætast þá í undankeppni HM 2014 en leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Hvorugt hefur í raun efni á að tapa. Landsliðið hefur haldið til í Ljubljana alla vikuna og undirbúið sig að kappi fyrir leikinn. Hannesi líkar vistin vel. „Það þarf ekki mikið til að venjast lífinu í Slóveníu. Þetta er eins og hvert annað land og okkur líður vel hérna," sagði Hannes Þór en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Við erum bjartsýnir og brattir." Allir þrír markverðir Íslands í þessari ferð spila í Pepsi-deildinni en allir aðrir leikmenn landsliðsins spila í atvinnumannadeildum í Evrópu. Hannes segir eðlilega vera mun á því að æfa með landsliðinu og liði sínu, KR, sem er á miðju undirbúningstímabili á Íslandi. „Maður finnur alltaf smá mun á því að koma á landsliðsæfingar enda eru þetta bestu leikmenn þjóðarinnar. En þetta er bara fótbolti á endanum og allt sama tóbakið," segir Hannes og brosir. „En formið á mér er mjög gott og hef ég hagað mínu undirbúningstímabili með þennan leik í huga. Allt hefur miðað að því að vera í toppstandi á þessum tímapunkti. Enda er ég í miklu betra formi en ég er vanur að vera í á þessum árstíma og klár í slaginn." Hannes hefur verið aðalmarkvörður liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og segist finna fyrir vissu trausti. „Það er eins komið fram við alla markverði í liðinu og aldrei hver er að fara spila fyrirfram. Ég finn þó fyrir ákveðnu trausti og reikna með því að spila leikinn á morgun. Ég lít á það sem svo að ég sé aðalmarkvörðurinn í þessu liði." Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, fær nú að kynnast lífinu með A-landsliði karla í fyrsta sinn en Hannes segir að honum hafi gengið vel á æfingum með sér og Gunnleifi Gunnleifssyni, markverði Breiðabliks. „Ömmi er mjög flottur markvörður og er fljótur að stíga inn í þetta umhverfi. Hann hefur staðið sig mjög vel enda markvörður sem er með allan pakkann og getur náð mjög langt. Það er gaman að fylgjast með honum hér."
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira