Fótbolti

Theódór Elmar fór heim með öll stigin úr Íslendingaslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theódór Elmar Bjarnason.
Theódór Elmar Bjarnason. Mynd/Fésbókin
Theódór Elmar Bjarnason og félagar í Randers unnu í dag 2-0 útisigur á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta en Randers-liðið er áfram í þriðja sæti deildarinnar.

Jonas Borring skoraði bæði mörk leiksins með skalla, það fyrra á 22. mínútu og það síðara eftir hornspyrnu á 90. mínútu.

Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn á miðju Randers og Hallgrímur Jónasson var í vörn SönderjyskE allar 90 mínúturnar. Elfar Freyr Helgason sat hinsvegar allan tímann á bekknum hjá Randers.

Randers-liðið er sextán stigum á eftir toppliði FCK og einu stigi á eftir Nordsjælland sem er í 2. sætinu en á leik til góða. SønderjyskE er í 10. sæti sem er síðasta örugga sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×