Rösklega 41 prósent kjósenda segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef Hanna Birna Kristjánsdóttir leiddi flokkinn, samkvæmt könnun MMR fyrir Viðskiptablaðið, en aðeins um 21 prósent, ef Bjarni Benediktsson leiddi flokkinn.
Þá nýtur Hanna Birna yfirburða trausts meðal kjósenda. 48 prósent treysat henni, en rúm 12 prósent bera traust til Bjarna. Þá vantreysta rúm 73 prósent Bjarna, en lilðlega 30 prósent Hönnu Birnu.
Fjörutíu prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokk undir stjórn Hönnu Birnu
