Englendingurinn Howard Webb mun dæma leik Real Madrid og Dortmund í Meistaradeildinni á morgun. Spænskir fjölmiðlar hafa ekki beint fagnað því.
Webb er þekktur á Spáni fyrir að vera maðurinn sem rak ekki Nigel do Jong af velli í úrslitaleik HM árið 2010. Fjölmiðlar í Madrid segja að með Webb á flautunni eigi Real minni möguleika en ella.
"Það er óheppni fyrir Real að Webb dæmi þennan leik. Það hentar ekki leikstíl Real að vera með Webb á flautunni. Hann flautar allt of mikið og mun hægja á liðinu. Hann talar of mikið og allt getur gerst inn í teig hjá honum," skrifar blaðamaður AS sem var áður dómari.
Marca fjallaði einnig talsvert um að Webb dæmi leikinn og var álíka hrifið af því og AS.
Fótbolti