Handbolti

Fá ekki greidd laun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sverre Jakobsson
Sverre Jakobsson Nordicphotos/Getty
„Það passar. Við æfðum ekki á föstudaginn. Við höfum beðið í langan tíma eftir því að fá greidd laun og andrúmsloftið í klefanum er þungt," segir Sverre Jakobsson fyrirliði Grosswallstadt.

Leikmenn þýska liðsins mættu ekki til æfinga síðastliðinn föstudag vegna vangoldinna launagreiðsla. Leikmenn voru í frí á laugardag en mættu aftur til æfinga á sunnudag eftir því sem  Westfälische Nachrichten greina frá.

Grosswallstadt mætir TV 1893 Neuhausen á miðvikudagskvöldið en um lykilleik er að ræða í fallbaráttunni. Bæði lið hafa 11 stig og eru fjórum stigum frá öruggu sæti í efstu deild að ári.

„Við vildum ekki eyðileggja undirbúning okkar fyrir leikinn mikilvæga gegn Neuhausen. Þess vegna ákváðum við að láta skoðun okkar í ljós á föstudaginn," segir Sverre.

Gudi Heerstrass, framkvæmdastjóri Grosswallstadt, segir að erfiðleikar hafi verið í rekstri félagsins. Þeim sé þó lokið í bili og leikmenn eigi að fá laun sín á réttum tíma.

Grosswallstadt er rótgróið félag í þýskum handbolta. Liðið hefur sjö sinnum orðið þýskur meistari. Rúnar Kárason leikur einnig með liðinu.

Uppfært:Framkvæmdastjórinn reynt að fegra hlutina




Fleiri fréttir

Sjá meira


×