Innlent

Sigríður aðstoðar mennta - og menningarmálaráðherra

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Sigríður Hallgrímsdóttir.
Sigríður Hallgrímsdóttir.

Sigríður Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, mennta – og menningarmálaráðherra.



Sigríður hefur tekið virkað þátt í félagsstarfi Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina. Hún er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, var formaður upplýsinga – og fræðslunefndar Sjálfstæðisflokksins, sat í miðstjórn og var varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna um skeið. Hún er er jafnframt formaður jafnréttisnefndar Bandalags kvenna í Reykjavík.



Sigríður hefur undanfarið starfað sem ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu KOM. Þá hefur hún starfað sem framkvæmdarstjóri SJÁ ehf, aðstoðarframkvæmdarstjóri hjá hjá Creditinfo Group og aðstoðarframkvæmdastjóri Industria ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×